GOLA RE 945
GOLA RE 945 skipaskránúmer 6994 er smíðuð í Noregi 1988. L 9,45 m B. 3,45 m. GOLA var smíðuð fyrir Jón Víglundsson og hét STEINUNN RE 945. Jón gaf þau fyrirmæli við bátasmiðinn að hvergi mætti sjást í plast, inni í bátnum, allar innréttingar og klæðning eru því úr harðviði. GOLA er búinn öllum þægindum sem komið verður fyrir í bát af þessari stærð. Núverandi eigendur eru Árni Pálsson og Hallgerður Pétursdóttir. Það er búið að ferðast mikið á þessum bát, meðal annars, kringum Ísland, tvisvar yfir hafið til meginlands Evrópu og siglt þar um í nokkrar vikur í senn.
Á þessa síðu munum við skrifa um allt sem viðkemur bátasporti og mannlífi sem tengist því. við hjónin skrifum bæði, ég í svörtu, EINS OG SAMVISKAN, Hallgerður í bláu.