Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Eru hvalaskoðunarfyrirtæki að bjarga efnahag landsins ?

Þannig tala alla vega þessir frekjudallar. Ryðja öllum í burtu í nafni gróðans. En hverju skila þessi fyrirtæki í kassann í formi skatta ?

Við á Golu RE 945 höfum verið mikið hér í Suðurbuktinni undanfarin sumur. Fyrstu árin vorum við, ásamt ýmsum skemmtibátum erlendum og íslenskum, við flotbryggjunni við Ægisgarð. Þá var alltaf mikið líf á bryggjunni, bæði í kringum okkur á skemmtibátunum og líka fólk sem kom til að veiða á bryggjunni. Þar sannaðist, að líf kallar á meira líf. Auðvitað var líka umferð í sambandi við ferðabátana, okkur öllum til ánægju. Það var líka öryggi að haf fólk í bátunum um nætur. Eitt sinn rak ég fólk af bryggjunni sem hafði gert sig líklegt til að brjótast inn í einn skoðunarbátinn.

Allt virtist í góðu samlæti, og tillitsemi, auðvitað þurftum við sem vorum að skemmta okkur að taka fullt tillit til þeirra sem voru að vinna. Það var fyllilega haldið af okkur á Golu RE 945. En skyndilega dró ský á himinn, friðurinn rofinn. Eigandi eins af þessum eldri hvalaskoðunarfyrirtækjum réðist að mér með þeim orðaleppum að ég treysti mér ekki til að hafa það eftir á prenti, er ég þó ekki þekkur fyrir að geta ekki komið orðum að því sem ég er að hugsa. Við hypjuðum okkur í burtu, ásamt öðrum, sem vorum fyrir þessum ágæta manni. Nú er ekkert líf á bryggjunni, nema þeir sem stika um borð í ferðabátana, og aftur til baka. Ekkert "bryggjuspjall".

Nú er verið að stíga næsta skref. Hrekja alla úr Suðurbuktinni, nema ferðabáta. En eitt er víst. Þegar fiskibátarnir fara, fer lífið. Eða hver kemur aftur til að fara í siglingu til að glápa á einhvern helvítis hval ? Varla nokkur maður. En margir vilja koma aftur til að upplifa lífið við höfnina, og ef til vill að borða hval. Hvalaskoðunar ferðamenn eru einnota ferðamenn.

Höfum í huga að hafnir landsins eru byggðar í kringum fiskibáta. Við hin erum gestir og skulu sýna þeim fulla virðingu sem fyrir eru. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband