Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Sea Safari.is

Við erum hér í Reykjavíkurhöfn í boði Rannveigar og Ingólfs sem eiga og reka fyrirtækið Sea Safari. þau gera út frá Suðurbuktinni, neðan við verbúðirnar, ( grænu húsin,við Sægreifann). Bjóða upp á fyrirtækjaferðir, hópferðir, ljósmyndaferðir, kvöldsiglingar, viðburðarferðir/ sérferðir, lundaskoðunarferðir. þau gera út tvo harðbotna slöngubáta, sem ganga 50 mílur, á góðum degi.

Við kunnum þeim Rannveigu og Ingólfi bestu þakkir fyrir að lána okkur pláss um helgina. Undanfarin þrjú ár höfum við verið hér á Golu RE 945 um helgar á sumrin, ef við höfum þá ekki verið í Eyjum, sigla hringinn, eða á öðrum lengri ferðalögum.

Nú er farið að þrengjast um pláss hér fyrir skemmtibáta, vegna fjölgunar á útsýnisbátum. Hvalaskoðun, sjóstöng, lundaskoðun, og "allskonar". Sem er hið besta mál. Það skapar jú gjaldeyri, sem við þurfum á að halda.

 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi (blessunarlega) formaður stjórnar Faxaflóahafna sagðist ekki gera ráð fyrir "montbátum" hér. En vegna skröltsins í silfurskeiðinni sem hann er með í kjaftinum, skildi ég drenginn ekki vel, en geri ráð fyrir að þar eigi hann við skemmtibáta. Ég vill bara "vinsamlega" benda þessu "silfurskeiða kjafti" á, að við sem höfum valið þann lífsstíl að sigla, erum venjulegt vinnandi fólk, skattgreiðendur, mörg fyrrverandi sjómenn, og það sem silfurskeiðakjafturinn helst hefur áhuga á, kjósendur.

Í kvöld komu félagar okkar úr Snarfara, á glæsilegum bátum, þeir Þorsteinn Garðarsson á Neista, og Hallgrímur Axelsson á Axel Sveinssyni, með vini sína sem tilheyra gönguhóp sem þeir eru í. Samtals 10 menn. Tilefni ferðarinnar var að gera sér glaðan dag, borða góðan mat, og á sér smá appelsín í aðra tánna.

Nú fundum við til okkar hjónin, áhöfnin á Golu RE 945, hafandi lyklavöldin úr hendi Rannveigar og Ingólfs. Buðum þeim að leggjast hér við læsta bryggju, enda ekki gert ráð fyrir montbátum í Reykjavíkurhöfn. Verandi bæði utan af landi ( Vestmannaeyjar, Raufarhöfn ) hvöttum við þá til að versla í "heimabyggð". fyrir valinu varð Höfnin, veitingastaður hér í Suðurbuktinni, beint fyrir ofan bryggjuna sem við liggjum við. Þegar þeir komu aftur til skips, brosandi hringinn, höfðu þeir sömu reynslu og við, matur og þjónusta frábær, og verðið hóflegt. Við á Golu RE 945, og  vinir okkar mælum 100% með þessum stað, Höfnin. 

NeistiNeisti.

 

 

 

 

 

 

Axel SveinssonAxel Sveinsson.

 

 

 

 

 

 

Félagarni komandi frá því ða gúffa í sig.Félagarnir ganga til skips, hæst ánægðir eftir góðan viðurgerning á veitingarstaðnum Höfnin.

Mannlíf kallar á meira mannlíf, sem vonandi leiðir af sér meiri viðskipti við þá sem þarna starfa. Hver kannast ekki við það að fara fyrst á höfnina á þeim stöðum sem hann heimsækir? Suðurbuktin á að vera staður fyrir alla báta. Útsýnisbáta, fiskibáta, skemmtibáta, "allskonar" báta.

Við áhöfnin á Golu RE 945 erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist, framtíðin lofar góðu. Þar erum við að tala um embættismenn hafnarinnar, Gísla Gíslason og hans fólk. Ekki pólitíska  silfurskeiðakjafta.

 


Okkur hjónum var boðið, það vantaði ekki

En við áttum ekki heimangengt. Óli og Dorrit fóru fyrir okkur og er þá engu logið. Að vísu fyrir alla þjóðina og allt það. "Og allskonar"

Ég dáist af því hvað hjónin eru dugleg að ferðast orðin þetta roskin. Og samgleðst þeim að þurfa ekki að punga út fyrir flugfari á fyrsta farrími drottin minn sæll og glaður.

Sé í hendi minni hvað þetta er að skipta miklu máli í samskiptum þjóðanna sem við berum okkur saman við.

Okkur var boðið vegna þess að vinkona okkar er einkaþjálfari. Allt fréttist nú.

Í trúnaði talað var ég ekki vant við látin heldur ofbíður mér þynningin á bláa blóðinu, móðir Viktoríu er "Bara" alþýðumanneskja og svo er draumaprinsinn einkaþjálfari !!

Þetta höttar fyrir að það kalli í þann Sauðsvarta! Sjá mynd í fullri stærð Fyrir neðan mína virðingu að fara af bæ fyrir slíkt smotterí..

Enda elska ég bláa litinn eins og vinir mínir vita. Hann þarf bara að vera Kóngablár.

Ég hef nefnilega svo dýran smekk þið skiljið. Óli og Dorrit segið hæ við blessað fólkið frá okkur. Við setjum transportið á raðgreiðslur. Ekkert mál að semja um það.


Það á að taka Bensinn af Önnu greyinu !

Hvernig kemst hún í vinnuna aumingjans konan? Kannski býr hún í 101 ? Þarf að brjótast upp Ártúnsbrekkuna í öllum veðrum.

Öfundin spyr ekki um verðmæti og mannauð svo hjálpi mér gvöð. Anna ber hugsanleg þessa margfrægu ábyrgð og allt  Pinch...

Og sá sauðsvarti gerði athugasemd. 

 Smáborgararnir við. Okkur væri nær að halda kjafti og samgleðjast fraukunni að hafa sig upp Ártúnsbrekkuna með ábyrgðina á hoknu bakinu.


Bræluskratti um helgina.

Segi kannski ekki svona, en bræla samt, ekkert skemmtibátaveður

Sem er í lagi, við eigum ekkert undir því að færa björg í bú. Við erum bara að njóta lífsins.

Sem auðvitað kafli út af fyrir sig.

Núna er erum við upptekin af því hvort Hanna Birna þiggur boðið? Hún kastaði boltanum. Vill hún samstarf?

Eða kýs hún bræluskrattann?

Þyggi hún boðið þá teljum við, að ekki verði langt til þess að við sjáum til sólar. Eða maður á mann í brúnni. "Karlinn" veit að hann er aldrei einn. Heart Spennandi tímar í Gnarreborg..


Sjómannadagur að kveldi komin..

Áhöfn Golu RE. 945 komin heim og búin að sturta sig. Sem kemur öllum við ekki satt?

Við upplifðum gömlu góðu tilfinninguna að nú er fólk farið að fjölmenna niður á höfn enda fullt tilefni til. Sól og blíða og frábær skemmtiatriði við allra hæfi.

Þó var það mín upplifun enn og aftur, að það erum við. Fólkið. Sem glöddu hvort annað með því einu að vera til og spóka okkur i blíðunni við höfnina.

 Og  Víkin, Sjóminjasafnið frábæra sem gleður unga sem aldna. Þarna hefur tekist svo vel til að það hálfa væri nóg. Þvílíkur hafsjór um sögu útgerðar á Íslandi?. Við hjónin förum með vissu millibili og það er alltaf eitthvað nýtt að sjá.

Safnið er á hreyfingu. Við höfðum það á tilfinningunni í dag að núna væri verið að endurvekja daginn. Dag sjómanna. Það gladdi okkur tvö, sem ólumst upp við það að lífið væri saltfiskur.

Þjóðin gleymdi því um tíma, en er farin að sækja aftur í raunveruleikan. Íslenskan raunveruleika.

Raunveruleika Sölku Völku. Sem átti part í árabát og gekk í karlmannsfötum. Sem minnir okkur á að kona getur sýnt "karlmennsku og verið drengur góður"

Sem við hefðum betur viðurkennt fyrr. En-Betra seint en aldrei. Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband