Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Vinnudagur í Snarfara.

Þessi staur var í stæðinu hjá Neista.Staurinn var í stæðinu hjá Neista og hefur verið þar síðan síðastliðið sumar. Við Steini mættum í morgun um kl. 09.00. og ætluðum að vera snöggir að færa staurinn og fara síðan að vinna að því að ganga frá nýrri C. bryggju.

Verkið tók lengri tíma en við héldum. Það þurfti að breyta bæði raf og vatnslögnum. Við komum því ekkert að liði við önnur verkefni.

En svona er þetta bara, ekki hægt að gera allt í einu.

 

 

 Unnið við útleggjara.

Hér sjáum við Sigtrygg ásamt fleirum sem voru að vinna við að standsetja nýja C. bryggju. Aðspurðir átti einn í hópnum pláss við þessa bryggju.

þrátt fyrir það er fullt að fólki sem bíður eftir því að bryggjan verði klár, til að þeir geti komið sínum bát niður. Hvað er í gangi hjá ykkur, af hverju hjálpið þið ekki til? Í Snarfara er engin önnur þjónusta en sú sem félagarnir veita í sjálfboðavinnu.  

Það virðist sem tími sjálfboðavinnu í Snarfara sé liðinn. Trúlega er það svo víðar. Öll vinna lendir á fáum, sérstaklega á stjórnarmönnum á hverjum tíma. Auðvitað er það þannig að aðstæður geta verið misjafnar hjá mönnum, en það eru allt of margir félagsmenn sem aldrei lyfta hendi í þágu félagsins.

Mín skoðun er sú að Snarfari ætti að ráða mann í heilt starf allt árið, honum til aðstoðar verði sumarstarfsmaður, líkt og nú er. 

hér er verið að hífa niður skútu.Hér er verið að setja skútu á flot, fallegur bátur. Það eru mjög fallegar línur í mörgum af skútunum.

Forfeðurnir áttu ekki annarra kosta völ, en reka um höfin á tusku. Strákar! Tileinkið ykkur nútímann.

 

 

 

 

 

Sæþota.Á myndinni er sæþota. Ég er alveg klár á því að á þessum græjum er æðislega gaman að leika sér. Þoturnar eiga að geta verið skemmtileg viðbót í bátasportið.

En því því miður fara margir sem þessu sigla sjaldnast eftir neinu siglingareglum. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þeir kunna þær ekki, eða halda að þær eigi ekki við. Það væri þá svipað og ef umferðarreglur giltu bara fyrir bíla, en ekki fyrir mótorhjól. 

Skipstjóri skemmtibátsbáts sem er styttri en 6 m. en með stærri vél en 55 kW. þarf að hafa í það minnsta réttindi til að sigla skemmtibát. Hvað með sæþoturnar ? Þar eru vélarnar frá 120 kW. og stærri. Hraðinn getur verið yfir 60 m. eða yfir 100 km/kl. Ég held að flestir geti skilið það að engum er vel við það þegar verið að skjótast fram hjá bátnum á þessari ferð og stundum bara 10 m. á milli.

Hvammsvík 29.07.07 004Vonandi getum við sett Hvammsvíkurbryggjuna niður í vikunni. 

Ég hvet alla til að notfæra sér þessa frábæru aðstöðu í sumar. Þeir sem ekki gista í bátunum geta notað tjaldstæðið við bryggjuna. Þar er rafmagn og rennandi vatn.


Við Hallgerður vorum á sjó um helgina.

Slappað af í blíðunni.Þegar við fórum rétt fyrir kvöldmat á föstudag voru þessir félagar eitthvað að brasa á bryggjunni, en gáfu sér tíma til að gæða sér á hákarli og öli. Ekki er stressinu fyrir að fara þarna.

 

 

 

 

 

Óli og Halla að fara um borðÓli og Halla voru í Þerney, höfðu ný lokið við að borða grillmat þegar við komum. Þau fóru í land um kvöldið. Við vorum þar um nóttina. Í góðu veðri geta morgnarnir á Þerneyjarsundi verði ólýsanlega fallegir.

Snarfari er með fleka á Þerneyjarsundi. Það er hægt að vera með báta við fjórar hliðar. Á flekanum eru borð, bekkir og grill. Þessi aðstaða er mikið notuð af Snarfara félögum og öðru bátafólki.

Á laugardaginn fórum við út á Flóa í renni blíðu. Því miður bilaði myndavélin á laugardags morgun, þannig að við eigum ekki myndir úr túrnum.

Við veiddum nokkra fiska, en annars láum við mest í leti á dekkinu og létum reka. Það var mikið af hval fyrir utan Gróttu. Enda var þar vaðandi síli og mikið af lóðningum niður við botn. Hallgerði leist ekki meira en svo á þegar hvalirnir voru að blása 20 metra frá bátnum. En áttaði sig svo á því að hvölunum var jafn illa við það og okkur að þeir rækjust í bátinn.

Um kl. 18:00 komum við í Reykjavíkurhöfn. Í kvöldmat var einn af fiskunum sem við veiddum. Snöggsteiktur á pönnu, síðan látinn malla í rjóma með papriku og tómötum í nokkrar mínútur. Það verður ekki mikið betra.

Hvalaskoðunarbátarnir eru byrjaðir, það er því nokkuð líf við höfnina. Á góðum degi er mjög gaman að vera þarna, iðandi mannlíf.

Við sigldum í Snarfarahöfn um hádegið, enn var sama blíðan. Svo er bara að vona að gefi um næstu helgi.

Í fyrramálið keyri ég til höfuðstaðar Íslands, Raufarhafnar og verð þar fram á föstudag.

 

 

 

 

 


Á hafnasvæði verður allur rafbúnaður að vera vatnsþéttur.

Í Snarfarahöfn hafa orðið tæringarskemmdir vegna lélega rafmagnssnúra hjá bátaeigendum. Hefur tónið á einstökum bátum numið frá tugum þúsunda, upp í hundruði þúsunda. Nokkuð dýr trassaskapur það. þetta væri svo sem í lagi ef enginn annar en sá sem veldur útleiðslunni yrði fyrir tjóni. Hann getur sloppi, en næsti eða jafn vel þar næsti bátur orðið fyrir tæringu. Rafmagnið fer auðveldustu leiðina, það er að segja finnur skrúfu sem er með bestu leiðnina og vinnur sitt skemmdarverk hljóðlega.

Snúrurnar eiga alls ekki að liggja í sjónum. Ef snúran liggur í sjónum fer með tímanum raki inn í hana og hún fer að leiða út. Klær og hulsur eiga að vera vatnsheldar og það á ekki að nota plastsnúrur, eða annan búnað  sem eru ætlað fyrir notkun inni.

Fyrir utan tjónið sem þessi lélegi búnaður veldur, getur hann stein drepið. Mín skoðun er sú að þeim sem eru ekki með búnað sem uppfyllir reglugerð um raflagnir á hafnarsvæðum á að segja upp rafmagnssamningi, án viðvörunar. Það er ekki spurning um hvort verður slys af þessu snúrudrasli, heldur hvenær og hversu alvarlegt.

þessar snúrur duga vel innandyra, en ekki á hafnarsvæði.Þessar snúrur eru fínar til að nota inni, eins og þær eru ætlaðar til, en eiga ekkert erindi á bryggju.

 

 

 

 

 

 

Þetta er alveg út úr korti.Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég sé þetta fjöltengi á bryggjunni, er að eigandi þess sé orðinn þreyttur á lífinu.

 

 

 

 

 

 

þessi búnaður er til fyrirmyndar.Svona á þetta að vera. Snúrur, klær og fjöltengi ætlað fyrir hafnarsvæði. Þetta er til fyrirmyndar, enda er F.P.F. með þennan tengil.


Ekki var siglt um helgina.

Ég fór ekki á svarfugl um helgina. Hann hékk í NA strekkingi fram eftir laugardeginum. Konan var enn slöpp eftir flensuna, þannig að við fórum ekki á sjó. Heima á Raufarhöfn hefði veið sagt að hún væri tussuleg, en það segir maður ekki á blogginu.

Bátur í minni Dýrafjarðar.Þessum bát sigldum við framhjá út af Dýrafirði í fyrra sumar og tókum þessa mynd. Þrem tímum síðar var báturinn sigldur niður af hraðfiskibát.

Ég hef verið með í því að sigla niður bát. Báturinn, sem var 11 tonna Bátalónsbátur sökk á innan við tveim mínútum. það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig okkur  leið meðan við vorum að tína mannskapinn upp úr sjónum. En sem betur fer slasaðist enginn.

 

 

 

Þar sem Jökulinn ber við himinn.Þar sem jökulinn ber við himinn, hættir landið að vera til, og jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki neinar sorgir, þess vegna er gleði ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu. H.K.L.


Vorið er komið.

Gáttin opnast á Höllinni.Biðin hefur verið nokkuð löng eftir því að þessi hurð opnaðist. Við settum á flot í gærkvöldi.

 

 

 

 

 

 

Gola tilbúin að fara á flot 2008GOLA fór fyrst út, enda var hún við hurðina.

 

 

 

 

 

 

 

Steini leggur á ráðin við Óla.Hér leggja þeir Steini og Óli á ráðin hvernig best sé að standa að því að færa næsta bát til hliðar. Það mætti halda að sé verið að gera þetta í fyrsta sinn.

 

 

 

 

 

HALLA og NEISTI.HALLA og NEISTI

 

 

 

 

 

 

 

GOLA og NEISTI.GOLA og NEISTI við þjónustubryggjuna, HALLA komin í sitt pláss.

 

 

 

 

 

 

LILJALILJA Glæsilegur bátur sem kom nýr í fyrra.

Við settum SELJABLIKA líka niður, en Grétar var svo snöggur í burtu með bátinn, að ég náði ekki mynd af honum.

 

 

 

 

 

Tækin í stýrishúsinu.Nú er bara eftir að athuga hvort allt virka rétt. Ég renndi lauslega yfir það í gærkveldi. Það sem ég er búinn að prófa virðist í lagi, nema annar G.P.S inn. Hann er eitthvað daufur, það kemur betur í ljós í dag.

Ef stýrimaðurinn verður búinn að jafna sig á veikindum förum við eitthvað á eftir og komum heim á morgun. Annars fer ég á svartfugl.

 


SIGURVON RE 133

SIGURVON RE 133Ég var vélstjóri á þessum bát í 7 ár. Fyrstu 2 árin var báturinn gerður út frá Fáskrúðsfirði á Loðnu, net, línu og troll. Fyrsta veturinn minn um borð vorum við á loðnu og netum. Báturinn hét þá SIGURVON RE 133. Um vorið var hún skýrð BÚÐAFELL SU 90 og hét það meðan hún var gerð út frá Fáskrúðsfirði.

Haustið 1971 var hún seld til Suðureyrar. Meðan hún var gerð út þaðan hét hún SIGURVON ÍS 500. Hún var gerð út á línu allt árið. Dagróðrar á haustin og veturna, útilega á sumrin.

Hún var gríðarlega örugg og góður sjóbátur. Bæði undir veiðarfærum og að ferðast á. Ekki veitti af, það var róið nánast í öllum veðrum. Ég var svolítið hissa á því fyrst þegar ég fór að róa þarna að línubátarnir á útleið gátu verið að mæta togurunum sem voru að fara í landvar. Á þessum tíma réru um 15 línubátar af þessari stærð frá vestfjörðum.

Við viss skilyrði, sérstaklega í logni og smásævi gat hún oltið svo mikið að engu líkara var en hún ætlaði hringinn. Jafn vel átti það til að súpa inn yfir bæði borð. Í vondum veðrum hreyfðist hún varla og tók varla dropa á dekk þegar við vorum að draga. þetta er oft einkenni báta sem eru svona lifandi í smásævi.

Eftir að ég hætti var hún yfirbyggð. Þá átti hún til að leggjast, ef var stíft lens á hornið. Ég held að þessi bátur sé í Sandgerði núna.


GOLA RE 945 fer á flot föstudag.

GOLA, HALLA og NEISTI fara á flot á föstudag. Bátarnir hafa verið í Höll hins himneska friðar í vetur. Þar höfum við unnið að ýmsum endurbótum.

Steini skipti ekki um vél í JÓNI SVEINSSYNI þennan vetur. Hann skipti um bát og skýrði hann NEISTA. Ýmsu hefur hann verði að breyta og bæta, eins og oftast þegar menn skipta um bát. NEISTI er eins bátur og JÓN SVEINSSON, en 11 árum yngri.

HALLA kom ný 2006 þannig að Óli hefur lítið þurft að gera, annað en þrífa, bóna og minniháttar lagfæringar.

Þetta er annar veturinn sem við eigum GOLU. Það er eitt og annað sem var lagað í vetur. Skipt um björgunarbát og slökkvikerfi, sett niður ljósavél, skipt um gólfteppi í vistarverum og eitt og annað.

Ég sett með myndir frá sjósetningu á GOLU í fyrra, sem var í fyrsta sinn sem hún var sjósett með því nafni og í okkar eigu. Báturinn hét áður STEINUNN og var í eigu Jóns Víglundssonar.

Steini er ábúðarfullur við tilsögnina.Það er svolítið þröngt að komast út um hurðina á Höll hins himneska friðar.

 

 

 

 

 

 

GOLA er falleg með flöggin.Nú er ekkert að vanbúnaði, að renna henni í sjóinn.

 

 

 

 

 

 

Skipstjórinn búinn að gera allt klárt fyrir niðursetningu.Skipstjórinn er nokkuð ánægður með sig, enda að norðan. Frá Raufarhöfn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband