Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Arnfirðingur, Kyndill, Meta, Mánatindur.

Arnfirðingur RE 212

 

 Smella á myndir til að stækka.

 

 

 

 

 

Kyndill

 

 

 

 

 

 

 

Meta VE 236

 

 

 

 

 

 

 

Mánatindur SU 95


Siglingatækin í Golu RE 945 uppfærð.

SextantVinum mínum í Fýlupúkafélaginu finnast siglingatækin í Golu helst til gamaldags, sem þau trúlega eru. Ekkert nýmóðins dót eins og t.d. plotter.

Þeir vildu því færa tækjakostinn aðeins nær nútímanum og gáfu mér þennan dýrindis sextant í afmælisgjöf. Ég er þeim óendalega þakklátur fyrir þessa höfðinglegu gjöf, sem örugglega á eftir að koma að góðum notum.

 

Í Höllinni

Unnið hefur verið hörðum höndum í Höllinni í vetur, við að standsetja fyrir sumarið. Nú er allt að verða klárt.

Í Hvammsvík.

Verði tíðin góð, verður Gola Re 945 sjósett fyrir páska.

Við stefnum á að sigla norður á Hornstrandir og Jökulfirði í sumar. Nú er bara að vona að hann leggist ekki í N áttir þegar við verðum í sumarfríi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband