Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

HÚNI II HU 2

Húni II HU 2Sm. á Akureyri 1963. Eik. 132 brl. 450 ha. Stork vél. Eig. Húni hf. Höfðakaupstað frá 10. júlí 1963. 1967 var skipið endurmælt, mældist þá 103 brl. Skipið var selt 24. ág. 1972 Eini hf. Hornafirði, Skipið heitir Haukafell SF 111. Skipið er skráð á Hornafirði 1988.

Heimild Íslensk skip.


STAPAFELL SH 15

STAPAFELL SH 15Sm. í Svíþjóð 1959. Eik. 76 brl. 360 ha. June Munktel vél. Eig. Víglundur Jónsson, Ólafsvík, frá 18 ág. 1959. 1967 var sett í skipið 425 ha. M.W.M vél. 1972 var sett í skipið 425 ha. Caterpillar vél. Skipið var endurmælt 1975, mældist þá 71 brl. Selt 28. des. 1975 Ólafi Tryggvasyni og Júlíusi Ingasyni, Ólafsvík, skipið hét Stapi SH 42. Það sökk um 10 sjómílur út af Öndverðanesi 24. ág. 1977. Áhöfnin 3 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát. Síðan bjargaði áhöfnin á Gunnari Bjarnasyni SH 25 frá Ólafsvík mönnunum til lands.

Heimild. Íslensk skip.


HÉÐINN ÞH 57

HÉÐINN ÞH 57Sm. í Noregi 1960. Stál. 145 brl. 400 ha. Stork vél. Eig. Hreifi hf. Húsavík, frá 27. júlí 1960. Skipið var selt 29. des. fiskanesi hf. Grindavík, skipið heitir Geirfugl GK 66. 1977 var sett í skipið 600 ha. Stork Werkspoor vél. 1981 var það lengt og endurmælt, mældis þá 148 brl. Skipið er skráð í grindavík 1988. skipið hefur verið yfirbyggt.

Heimild Íslensk skip.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband