Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Þú ert það sem þú étur segja sumir. Ég er það sem ég hugsa.

 

Fullyrði ég, stýrimaðurinn á Golu RE 945. Áhöfnin veiddi vænan þorsk á Akureyjarrifi..Og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar kvótalaust fólkið.

Og gröðkuðum hann í okkur á kosningarkvöldinu. Þvílíkt lostæti drottinn minn sæll og glaður..

 Skipstjórinn eldaði hann með þeim hætti að það gleymist seint ef nokkurn tíma. Viðkvæma manneskjan ég, hugsaði : Grey þorskurinn, þar sem hann lá og engdist á dekkinu. Hann gapti með vissu millibili þar til hann gafst upp.

Svolítið eins og Framsóknarflokkurinn. Þetta ku heita sjálfbær búskapur. Það er að segja að drepa ekki meira en þú étur.

Sem aftur minnir mig á íhaldið sem lofar meiru en það getur staðið við. Og mörg okkar trúa.

Vinstri flokkurinn okkar Græni fær ekki sanngjarna meðferð, enda kunnum við íslendingar ekki að meta það fólk sem mokar flórinn á hverjum tíma.

Pólitíska minnið dapurt. Og-við súpum seyðið af því kjörtímabil eftir kjörtímabil.

Besti flokkurinn er kannski illskástur þegar upp verður staðið...

Lofar engu, lýgur ekki. Eitthvað sem við íslendingar þekkjum ekki og erum hrædd við.

Kiljan var einhverju sinni spurður: Hvað er ást?. Ég veit það ekki svaraði Nóbelhafinn, en sértu spurður, þá ljúgðu maður ljúgðu.


Ó borg mín borg mín borg...

Siglt um sundin Hugsuðum við siglandi inn í Víkina fögru í gærkvöldi.

Ekki langt að komin elskurnar mínar enda leitum við ekki langt yfir skammt. Ekki lengur, hafandi lært að sumt af því allra besta er í nærumhverfinu.

Eins og miðborg Reykjarvíkur sem iðar af dásamlegu mannlífi á sólskynsdögum..Miðborgin iðar af öllu því sem til er í mannsorpinu.

Mér og þér..Mínu áliti og þínu um það sem fyrir augun ber.

Samtali við samferðafólk um að þessi sé of grannur og hún of feit? Ef áhugi okkar er þar...Eymundsson er áhugi okkar. Og Guðbergur komin með skáldsöguna Missir. Stílsnillingurinn sjálfur. Ingibjörg Hjartar með Hlustarann. VEISLA um borð.

Man hattan ?

Þessa mynd tók ég siglandi inn í Víkina og hugsaði með mér. "Skildi vera elskast meira í þessum húsum" Eins og frændi minn Ólafur Haukur Símonarson spurði í sjónvarpsmynd sem varð umdeild á sínum tíma.

Og ég spyr, má ekki endurtaka spurninguna?

Er elskast meira í flottum húsum ? NEI, ekki aldeilis.

 

 

Tónlistarmusterið.

Á leiðinni inn í borgina ber fyrir augun Húsið sem þjóðin er að byggja "Hvað sem það kostar" Arfur frá drengjunum sem áttu sér draum.

Draum sem er okkur of dýr. Okkur sem tókum við eldinum "Þegar frá var horfið"

Sem kostar okkur þegar er upp  staðið eina miljón á sætið á sýningar til þess að "Draumurinn" rísi undir sér.

Ekki báðum við um þessi ósköp. Okkur nægði mannlífið í allri sinni dýrðlegu mynd.

Ég aðeins of grönn . Maðurinn minn flottur en farið er að hötta fyrir "perustefni" Og hvað með það. Reykjarvíkurhöfn anno 22.05.10.  Heart


Þeim fjölgar köttunum í bóli Bjarnar..

Gola RE 945 hefur verið fastagestur við Ægisgarð undanfarin sumur eigendum til mikillar gleði. Það er hreint með ólíkindum hvað það er gaman að leika "túrista" í borginni sinni. Sigla frá Snarfarahöfn inn í Reykjarvíkurhöfn og skoða mannlífið.

Bæði á bryggjunni og i miðborginni. Á bryggjunni hittum við fjöldann allan af fólki sem bíður góðan dag eða kvöld eftir atvikum og spjallið tekið. Ekki er haft fyrir því að kynna sig neitt sérstaklega enda umræðan um annað en okkur sjálf á hverjum tíma.

Nú er svo komið að þriðja sumarið okkar er þröngt  á þingi. Þrengslin markast af því, að þeim fjölgar skipunum sem gera út á erlenda ferðamenn sem vilja ólmir sjá einstaka hval eða fugl. Útgerð sem virðist vera að gera sig sem betur fer.

Við höfum aftur á móti ekki áhuga á hvölum nema ef vera skyldi að gúffa honum í okkur eins og fuglunum, einkum Svarfugli.

Litla flotbryggjan sem er standsett í maí er upptekin fyrir þessa vaxandi útgerð. Og góð ráð dýr eins og fyrri daginn. Fyrir okkur..En-við finnum leið. Ekkert annað í boði.

Það kemur í ljós á næstu dögum hver þau ráð eru, ekki verður gefist upp fyrr en í fulla hnefana því getum við lofað ykkur.

Höfum nefnilega fundið að við erum kærir gestir þeirra sem koma í bryggjuspjall sem er yndisleg menning sem við hjónin þekkjum svo vel. Ég frá Eyjum, maðurinn minn frá Raufarhöfn.

Á meðan þúsundir Reykvíkinga keyra í sumarhús sín hist og her, siglum við inn í borgina og höfum ekki enn fengið nóg af því sem hún hefur upp á að bjóða.

RósinRósin er nýjasti hvalaskoðunarbáturinn.

 

 

 

 

 

 

Farþegasalurinn.Farþegasalurinn.

 

 

 

 

 

 

Brúin.Brúin er ríkulaga tækjumbúin.

 

 

 

 

 

 

 

Lundi.Lundi verður í fuglaskoðun.

 

 

 

 

 

 

 

AlvaranVið mættum Alvörunni þegar við silgdum inn í höfninf í dag.

 

 

 

 

 

 

Laufey.Laufey.

 

 

 

 

 

 

 

Sigga.Sigga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband