Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Viltu taka á móti spottanum?

Eftir fallegt sumarævintýri sem verður lengi í minnum haft. Ekki síst fyrir það að sumt er svo nálægt manni sem okkur yfirsést.

Einn morgun í Grundarfirði tók ég eftir Mávi sem sat í grjóthleðslu hafnarinnar. Hann hoppaði á milli steina. Fljótlega sá ég ástæðuna, hann var vængbrotinn. Annar Máfur kom og stuggaði við honum, en án  árangurs.

Var svo í vomum á sjónum fyrir neðan og gaut augunum upp til hans. En-gafst upp. Sá vængbrotni stikaði á milli steina og reyndi að finna æti í þaranum.

Mér þótti þetta verra, að geta ekki komið honum til aðstoðar. Spurði manninn minn, getum við gert eitthvað? Já skotið hann var svarið.

Sem mér hugnaðist ekki. Viltu fara með hann til dýralæknis? Nei.

Svo segjum við hvort öðru að við höfum alltaf val. Mitt val þarna var að gera ekki neitt.

Ég er enn að hugsa til hans, bjargar hann sér vængbrotinn? 

Í ferðinni las Skipstjórinn fyrir stýrimanninn tvær sögur. Bör Börsson og Strákurinn í röndóttu náttfötunum. Sem átti að lokum ekkert val.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband