Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Mánaðarlöngum túr lokið, fríið búið.

Við erum búin að vera um borð í Golu síðan 20. júní, ef frá eru taldir þrír dagar í síðustu viku. Það hefur verið blíðu veður allan tíman, að undanskildum fjórum dögum. Betra getur það ekki orðið.

Eins og fram hefur komið byrjuðum við á því að fara til Eyja. Þar dvöldum við í rúmar tvær vikur. Ekki veit ég hvort það að stýrimaðurinn er fædd og uppalin í Eyjum, flutti þaðan 1968, eða að fólkið í Eyjum er svona við alla, að mér fannst ég vera eins og heimamaður síðustu dagana. Hafið þökk fyrir frábæran tíma. Meðan á dvölinni stóð, sigldum við kringum eyjarnar, gengum Heimaey þvera og endilanga, fórum í útsýnisferð með rútu og gengum allar götur bæjarins margsinnis.

Mánudaginn eftir goslokahátíð fórum við að dóla heim á leið. Fyrst fórum við til Grindavíkur, svo til Keflavíkur, þaðan í Hvammsvík í Hvalfirði. Í eftirmiðdaginn á föstudag komum við á Akranes. Við giftum okkur þar, um borð í Golu, fyrir ári síðan.

Meðan við dvöldum á Akranesi buðu vinir okkar, Birna Pálsdóttir og Sigurður Grímsson okkur til sín í sumarhús sem þau eiga í Svínadal. Náðu í okkur á laugardag og skiluðu okkur aftur á Skagann á sunnudag. Við áttum með þeim fínar stundir í skúrnum, eins og allar stundir með þeim eru.

Á mánudagskvöldið héldum við til Reykjavíkur, komum þangað upp úr miðnætti. Þá tóku við þvottar, nóg var af óhreinu taui eftir langan túr, þrátt fyrir að allt væri þvegið í Eyjum. Ég hef mitt fasta hlutverk við þvotta heimilis, það er að koma því sem mér tilheyrir í óhreina taus körfuna í þvottahúsinu. Á einhvern yfirnáttúrulegan hátt skilar það sé svo tandur hreint upp í skáp.

Um hádegi á föstudag fórum við í Hvammsvík á árlega hátíð sem Snarfari heldur þar. Hátíðin tókst í alla staði vel, í frábæru veðri. Við komum heim síðari hluta dags í gær, sunnudag. Þar með var túrnum sem hófst 20. júní formlega lokið.

Ef þið viljið lesa um Hvammsvíkurhátíð og ferðina hefur stýrimaðurinn skrifað um það á sína síðu. leitarorðið er hallgerður. Það er líka hægt að fara þangað hér á síðunni í gegnum mína tengla. Ég læt fylgja hér nokkrar myndir, það eru fleiri myndir frá ferðinni í myndaalbúm, Eyjaferð 2008.

Birna.Birna Pálsdóttir.

 

 

 

 

 

 

SiggiSigurður Grímsson.

 

 

 

 

 

 

Sunnudags morgun.Sunnudagsmorgun á Hvammsvíkurhátíð.

 

 

 

 

 

 

Pétur, Berglind, Sverrir.Pétur, Berglind, Sverrir.

 

 

 

 

 

 

Andrea, Nafni.Andrea, Nafni.

 

 

 

 

 

 

Steini.Steini.

 

 

 

 

 

 

María, Sigtryggur, Stefán.María, Sigtryggur, Stefán.

 

 

 

 

 

 

 

 


Staðsetningarkerfi.

GPS-gervihnattakerfið.  NAVSTAR Glopal Positionong System gervihnattakerfið er rekið af bandaríska varnarmálaráðuneytinu, US Departerment of Defenc.

Kerfið gefur möguleika á staðsetningu á láði, legi og í lofti. Einnig er það notað til sérhæfðari hluta, svo sem landmælinga og tímaviðmiðunar. Kerfið er tvískipt. Annars vegar er það hernaðarhlutinn sem lokaður er öðrum en bandarískum stjórnvöldum og NATO. Hins vegar er almenni hlutinn sem allir hafa aðgang að og gefur a.m.k. "20 metra" nákvæmni í staðsetningu eftir að hætt var að trufla kerfið í maí árið 2000.

Þar sem GPS-kerfið er fyrst og fremst til hernaðarlegra þarfa geta útsendingar breyst án fyrirvara, en gefnar verða út tilkynningar um breytingar þegar aðstæður leyfa.

Öll notkun á GPS-merkjum til staðsetningar eða annars er því á ábyrgð notandans.

.......................................................... 

DGPS-kerfið Til að ná meiri nákvæmni í staðsetningu meða GPS-tækjum hefur verið verið þróuð svo kölluð samanburðaraðferð ( Differential GPS ) til að leiðrétta áhrif frá jóna og veðrahvolfinu og reyna þannig að tryggja staðsetningu með nákvæmni sem er innan við 10 metra.

Til að auka nákvæmni í GPS-kerfisins á og við Ísland hefur Siglingastofnun komið upp leiðréttingarkerfi sem gerir notendum kleyft til að staðsetja sig með 1-10 metra nákvæmni.

Leiðréttingarmerki eru send út frá 6 radíóvitum umhverfisl andið.

Sent er út á langbylgju nálægt 300 kHZ. Leiðréttingarmerkin eru miklu næmari fyrir truflunum en GPS-merkin og geta t.d. horfið í truflunum sem t.d. fylgja éljagangi. Merkin frá gerfitunglum  verða ekki fyrir áhrifum þessa þannig að staðsetning fæst eftir sem áður, en án leiðréttingar.

Viðmiðun í staðsetningu er WGS-84. Notendur athugið að stilla GPS-tæki sín á WGS 84 eða Hjösey-55, eftir því í hvaða korti er verið að vinna. Aðrar viðmiðanir geta valdið mörg hundrum metra skekkju hér á landi. Leiðréttingarmerkin eru numin með sérstökum móttakara sem er tengdur eða sambyggður við GPS-tækið.

......................................................................

Ábending um stafræn sjókort. Talsvert hefur færst í aukana að seljendur tækja fyrir skip bjóði upp á stafræn sjókort, þ.e. kort sem skönnuð hafa verið inn í tölvu og tengd gagnagrunni þess kerfis sem boðið er upp á. Þessi búnaður getur verið til mikilla þæginda fyrir skipstjórnendur.

Undirnefnd Alþjóðarsiglingarmálanefndarinnar, um öryggi í siglingu, hefur látið í ljós áhyggjur vegna vaxandi notkunar stafræna sjókorta. Sjókort byggja mörg á gömlum mælingum sem gerðar voru með tækjabúnaði ólíkum þeim sem nú tíðkast við staðsetningar. Þess vegna ber að gjalda varhug við því að líta svo á að hægt sér að nota sjókort, byggð á gömlum mælingum, sem grunn í nýtískulegum staðsetningartækjum án sérstakrar aðgæslu.

Nefndin leggur því til að notandinn beiti ýtrustu varkárni og geri sér fulla grein fyrir takmörkunum þessara stafrænu sjókorta og mögulegum skekkjum. Eins beinir nefndin því til notenda Þessara tækja að gæta að því hvort upplýsingar, sem ekki styðjast við viðurkennda gagnagrunna, eru notaðir með nákvæmum staðsetningartækjum svo sem GPS-kerfinu .

Heimild. Íslendska sjómannaalmanakið.


Myndir.

Við Reykjanes

Hvammsvík 030

Hvammsvík 027

Hvammsvík 025

Hvammsvík 023

Hvammsvík 021

Stýrimaðurinn

Skipstjórinn


Hvað gengur þeim til á Eldingu tvö strik.

Myndu þeir kæra sig um, þegar þeir eru að sýna hvali, að einhver djöflaðist innan um þá á sæþotu og hrektu dýrin í burtu, ég held ekki?

Við höfum tvo möguleika við að nýta hvali, sýna þá og veiða. það getur vel farið saman, en með þessum aðgerðum Eldingar II. virðist hvalaskoðunarfyrirtækið vera búið að segja hvalveiðum stríð á hendur. Í þessu umrædda tilfelli sýnist mér hvalveiðimenn sýna skinnsemi í málflutningi, en hinir ekki.

Það gæti farið svo að hvalveiðimenn og þeir sem sýna hvali eigi eftir að þurfa að standa saman gegn vitleysunni. Þau öfgafyllstu af þessum svo kölluðu náttúruvermdar samtökum eru farin að gagnrýna hvalaskoðun, segja það trufla dýrin. Reyndar eru sum þessi samtök hrein og klár hryðjuverka samtök. Þegar við fórum að veiða hvali eftir síðari heimstyrjöld, var veiðunum stýrt og stofninum haldið í jafnvægi.

Hvalaskoðunarfyrirtækjum er títt um ofsagróða á hvalaskoðun. Hvað borga þau í skatt, hve mörg hafa skipt um kennitölu og skilið fólk eftir með sárt enni ? Spyr sá sem ekki veit.

Þetta svokallaða náttúruvermdar fólk er komið langt fram úr hinum kalda raunveruleika. það er, við lifum á náttúrunni og ber að ganga varlega um hana með tilliti til þess að nýta hana sem best. Þessar verndunar öfgar koma ekki til að skila neinu nema tjóni. Við Íslendingar höfum hingað til lifað af því sem náttúran gefur og gerum það vonandi áfram.

Þessar aðgerðir á hvalamiðum eru álíka vitlausar og þegar fólk gekk af göflum þegar tveir ísbirnir sem flæktust hingað voru felldir, það voru fordómar fólks sem veit ekkert um hvað málið snýst. Þetta var ekki krúttlegur bangsi, heldur stór hættuleg skepna.

Umhverfisráðherra Íslendinga var aumkunarverður þegar hún anaði á ísbjarnarslóðir í Skagafirði á dögunum. Hvað mengaði hún mikið á því ferðalagi? Henni er tíðrætt um mengun annarra. Hvað ætlaði hún að gera á staðnum?

Ég hef ekki heyrt þetta "svo kallaða náttúruvermdar fólk" minnast á þá hættu sem dóttir bóndans á Hrauni var í hefði ísbjörninn verið í vondu skapi, eða svangur. Trúlega hefur það orðið stúlkunni til bjargar, að dýrið var máttfarið og hefði trúleg drepist fljótlega, hefði ekkert verið að gert.


Gola RE 945 komin í Hvammsvík.

Við vorum að leggja að bryggjunni í Hvammsvík og verðum hér fram á föstudag eða laugardag. ekki er ákveðið hvort við förum þá á Skagan eða heim.

Við erum búin að sigla 320 mílur í góðu veðri síðan við fórum að heiman 20. júní. það er góð tilbreyting frá í fyrra þegar við sigldum kringum landið, flesta daga í brælu.

Á morgun set ég inn myndir héðan.


Gola RE 945 er komin til Keflavíkur.

Við fórum frá Eyjum á mánudagsmorgun, sigldum í blíðu, logni og þoku til Grindavíkur. Vorum þar síðastliðna nótt, sigldum hingað til Keflavíkur í dag, eftir að hafa farið í sund í Grindavík. Framhaldið er ekki ákveðið, nema við verðum ekki í Reykjavík fyrr en í næstu viku.

Þegar við vorum farin frá Eyjum sáum við að gleymst hafði að taka kost. Við áttum um borð brauð,  kartöflur, sultu, bauk af fiskbúðing frá Ora og skot í byssuna. það var veislumatur um kvöldið, en vegna fuglafriðunarlaga get ég ekki sagt ykkur hvað var á matseðlinum.

 

 


Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson eru kerlingar.

Við, ég og stýrimaðurinn á Golu ætluðum að "slútta" frábærum tíma hér í Eyjum með tónleikum í Höllinni með Stefáni  Hilmarssyni og Eyjólfi Kristjánssyni, en við gáfumst upp stuttu eftir hlé. Þvílíkt væl sem þarna var framið, annað eins hef ég ekki heyrt nokkru sinni fyrr. Þar rakti hver vögguvísan aðra og flestir í salnum voru við það að sofna.

Hvað gengur þessu mönnum til. Varla trúi ég að jafn reyndir menn og þeir, haldi að nokkur hafi gaman af þessum ósköpum.

Annars er það af okkur áhöfninni á Golu RE 945 að frétta, að við siglum frá Eyjum á morgun. við komum til með að halda  í vestur, ekki vitað hvað langt.


Kveðja frá Golu RE 945

Hún er ekki einleikin þessi veðurblíða hér í Eyjum. Í dag erum við búin að vera hér í tvær vikur og höfum aðeins fengið tvo daga, með leiðinda veðri.

Goslokahátíðin hefur verið hreint út sagt frábær. Vestaannaeyingar kunna þetta. Ef að þið haldið að það sé létt verk að vera hér á hátíðinni, þá er það misskilningur. Við vorum í Skvísusundi til kl. 03:00 síðastliðna nótt og verðum eitthvað lengur næstu nótt. Ekki er hægt að safna kröftum yfir daginn, hér rekur hver viðburðurinn annan, sem ekki má missa af. En eins og karlinn sagi, það er nógur tími til að sofa, þegar maður er dauður.

Nú má ég ekki vera að skrifa meira, læt inn nokkrar myndir, sem tala sínu máli. Um borð í Golu verður grillaða lambakjöt í kvöld. Ég þarf að fara að fá mér bauk, til að geta farið að snúa mér að grillinu.

Goslokahátíð 023Hér koma bátarnir sem sigldu í kringum landi til að safna peningum fyrir langveik börn. Okkur er sagt að söfnunin hafi gengið vel.

 

 

 

 

 

 

Goslokahátíð 033Arnar Sigurmundsson var með frábæra leiðsögn um miðbæinn í dag. Áður höfum við hlustað á Arnar lýsa staðháttum fyrri tíma á Bæjarbryggjunni á föstudaginn. Arnar er mjög vel inni í sögunni og lýsti öllum staðháttum á mjög lifandi hátt. Arnar segir mjög skemmtilega frá og trúlega, eins og aðrir góðir sögumenn, lætur  ekki góða sögu gjalda sannleikans. Hér færi ég Arnari okkar bestu þakkir fyrir frábæra stund.

 

 

 

Goslokahátíð 034Elva, Palli og Hilmar fóru með okkur í Klettshelli. Þar var fyrir fullur bátur af fólki, frá Kaffi Krús. Þar um borð var spilað á lúður, ógleymanleg stund.

 

 

 

 

 

 

Goslokahátíð 035

 

 

 

 

 

 

 

Goslokahátíð 036

 

 

 

 

 

 

 

Goslokahátíð 036

 

 

 

 

 

 

 

Goslokahátíð 037

 

 

 

 

 

 

 

Goslokahátíð 038Hljómsveitin Logar afhjúpaði minnisvarða um Gölla Valda, að viðstöddu miklu fjölmenni í kirkjugarðinum í dag.

 


Gola RE 945 fór á veiðar í dag.

Hallgerður var í landlegu í dag. Ég fór út fyrir, mér til skemmtunar og til að ná í fisk í matinn. Fór fyrst suður fyrir Bjarnarey, það gekk lítið, bara veltingur. Eftir að ég kippti norður fyrir Faxasker tókst að ná í nokkra titti, eða það sem við náum að borða, áður en það skemmist. Á landleiðinni var komin austan bræla og frekar leiðinlegt fyrir klettinn. Meðan ég var að dóla þarna fyrir var ég að hugsa um hvað þarna hefur of verið helvíti erfitt að fara þar fyrir, fyrir gos, eða áður en nýja hraunið fór að skýla.

Þar sem ég hugsaði þetta kom ég að tveim farþega bátum frá skipi sem lá við Eiðið. Bátarnir ferja fólk frá skipinu inn í höfnina. Það vekur athygli mína að annar báturinn er vélavana sirka 100 til 150 metra frá Klettinum. Ég hafði strax samband við Vaktstöð Siglinga og sagði þeim frá ástandinu, en ég teldi fólkið ekki í bráðri hættu.

Ég var beðin um að veita þá aðstoð sem þyrfti, fljótlega eftir það tókst að koma spotta á milli farþegabátana. Vakstöð Siglinga bað mig þá að fylgja þeim þar til þeir væru komnir á öruggan stað. Ég fylgdi þeim í gegnum Faxasund, að Eiðinu, eða þar til þeir á örugum sjó.

------------------------------------------------------------

Í kvöld borðuðum við í fyrsta skipti í túrnum mat sem er keyptur í búð, þetta var skyndibiti. Soðin svið frá Sláturfélagi Suðurlands. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það, þetta var hálf hrátt og óætt helvíti, sem fór beint í sjóinn. Ótrúlega lítill metnaður í þeirri framleiðslu þessa ágæta fyrirtækis.

Annað kvöld verður nætursaltaður fiskur hjá okkur, eigin veiði. Eftir ógeðið frá Sláturfélaginu fæ ég óbragð í munninn, bara við það að hugsa um svið. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband