2.5.2010 | 18:47
Þeim fjölgar köttunum í bóli Bjarnar..
Gola RE 945 hefur verið fastagestur við Ægisgarð undanfarin sumur eigendum til mikillar gleði. Það er hreint með ólíkindum hvað það er gaman að leika "túrista" í borginni sinni. Sigla frá Snarfarahöfn inn í Reykjarvíkurhöfn og skoða mannlífið.
Bæði á bryggjunni og i miðborginni. Á bryggjunni hittum við fjöldann allan af fólki sem bíður góðan dag eða kvöld eftir atvikum og spjallið tekið. Ekki er haft fyrir því að kynna sig neitt sérstaklega enda umræðan um annað en okkur sjálf á hverjum tíma.
Nú er svo komið að þriðja sumarið okkar er þröngt á þingi. Þrengslin markast af því, að þeim fjölgar skipunum sem gera út á erlenda ferðamenn sem vilja ólmir sjá einstaka hval eða fugl. Útgerð sem virðist vera að gera sig sem betur fer.
Við höfum aftur á móti ekki áhuga á hvölum nema ef vera skyldi að gúffa honum í okkur eins og fuglunum, einkum Svarfugli.
Litla flotbryggjan sem er standsett í maí er upptekin fyrir þessa vaxandi útgerð. Og góð ráð dýr eins og fyrri daginn. Fyrir okkur..En-við finnum leið. Ekkert annað í boði.
Það kemur í ljós á næstu dögum hver þau ráð eru, ekki verður gefist upp fyrr en í fulla hnefana því getum við lofað ykkur.
Höfum nefnilega fundið að við erum kærir gestir þeirra sem koma í bryggjuspjall sem er yndisleg menning sem við hjónin þekkjum svo vel. Ég frá Eyjum, maðurinn minn frá Raufarhöfn.
Á meðan þúsundir Reykvíkinga keyra í sumarhús sín hist og her, siglum við inn í borgina og höfum ekki enn fengið nóg af því sem hún hefur upp á að bjóða.
Rósin er nýjasti hvalaskoðunarbáturinn.
Við mættum Alvörunni þegar við silgdum inn í höfninf í dag.
Athugasemdir
Ömurlegt að heyra að ekki sé stæði fyrir skemmtibáta í höfninni. Vil benda á nýja höfn í Kópavogi.
Annars verður bara að bretta upp handleggina(G.J.) og finna aðstöðu.
Kv
Steini
Steini (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 21:42
Sæll, félagi Steini.
Já það er helvíti slæmt, þarna er skemmtilegt mannlíf á sumrin. Það hlýtur að verða bætt úr þessu við tækifæri, vegna þess að það er líka farið að þrengja að bátunum sem eru í farþegaflutningum. En við getum glaðst yfir því að þeim virðist ganga vel.
GOLA RE 945, 4.5.2010 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.