22.5.2010 | 21:24
Ó borg mín borg mín borg...
Hugsuðum við siglandi inn í Víkina fögru í gærkvöldi.
Ekki langt að komin elskurnar mínar enda leitum við ekki langt yfir skammt. Ekki lengur, hafandi lært að sumt af því allra besta er í nærumhverfinu.
Eins og miðborg Reykjarvíkur sem iðar af dásamlegu mannlífi á sólskynsdögum..Miðborgin iðar af öllu því sem til er í mannsorpinu.
Mér og þér..Mínu áliti og þínu um það sem fyrir augun ber.
Samtali við samferðafólk um að þessi sé of grannur og hún of feit? Ef áhugi okkar er þar...Eymundsson er áhugi okkar. Og Guðbergur komin með skáldsöguna Missir. Stílsnillingurinn sjálfur. Ingibjörg Hjartar með Hlustarann. VEISLA um borð.
Þessa mynd tók ég siglandi inn í Víkina og hugsaði með mér. "Skildi vera elskast meira í þessum húsum" Eins og frændi minn Ólafur Haukur Símonarson spurði í sjónvarpsmynd sem varð umdeild á sínum tíma.
Og ég spyr, má ekki endurtaka spurninguna?
Er elskast meira í flottum húsum ? NEI, ekki aldeilis.
Á leiðinni inn í borgina ber fyrir augun Húsið sem þjóðin er að byggja "Hvað sem það kostar" Arfur frá drengjunum sem áttu sér draum.
Draum sem er okkur of dýr. Okkur sem tókum við eldinum "Þegar frá var horfið"
Sem kostar okkur þegar er upp staðið eina miljón á sætið á sýningar til þess að "Draumurinn" rísi undir sér.
Ekki báðum við um þessi ósköp. Okkur nægði mannlífið í allri sinni dýrðlegu mynd.
Ég aðeins of grönn . Maðurinn minn flottur en farið er að hötta fyrir "perustefni" Og hvað með það. Reykjarvíkurhöfn anno 22.05.10.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.