Þú ert það sem þú étur segja sumir. Ég er það sem ég hugsa.

 

Fullyrði ég, stýrimaðurinn á Golu RE 945. Áhöfnin veiddi vænan þorsk á Akureyjarrifi..Og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar kvótalaust fólkið.

Og gröðkuðum hann í okkur á kosningarkvöldinu. Þvílíkt lostæti drottinn minn sæll og glaður..

 Skipstjórinn eldaði hann með þeim hætti að það gleymist seint ef nokkurn tíma. Viðkvæma manneskjan ég, hugsaði : Grey þorskurinn, þar sem hann lá og engdist á dekkinu. Hann gapti með vissu millibili þar til hann gafst upp.

Svolítið eins og Framsóknarflokkurinn. Þetta ku heita sjálfbær búskapur. Það er að segja að drepa ekki meira en þú étur.

Sem aftur minnir mig á íhaldið sem lofar meiru en það getur staðið við. Og mörg okkar trúa.

Vinstri flokkurinn okkar Græni fær ekki sanngjarna meðferð, enda kunnum við íslendingar ekki að meta það fólk sem mokar flórinn á hverjum tíma.

Pólitíska minnið dapurt. Og-við súpum seyðið af því kjörtímabil eftir kjörtímabil.

Besti flokkurinn er kannski illskástur þegar upp verður staðið...

Lofar engu, lýgur ekki. Eitthvað sem við íslendingar þekkjum ekki og erum hrædd við.

Kiljan var einhverju sinni spurður: Hvað er ást?. Ég veit það ekki svaraði Nóbelhafinn, en sértu spurður, þá ljúgðu maður ljúgðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband