Sjómannadagur að kveldi komin..

Áhöfn Golu RE. 945 komin heim og búin að sturta sig. Sem kemur öllum við ekki satt?

Við upplifðum gömlu góðu tilfinninguna að nú er fólk farið að fjölmenna niður á höfn enda fullt tilefni til. Sól og blíða og frábær skemmtiatriði við allra hæfi.

Þó var það mín upplifun enn og aftur, að það erum við. Fólkið. Sem glöddu hvort annað með því einu að vera til og spóka okkur i blíðunni við höfnina.

 Og  Víkin, Sjóminjasafnið frábæra sem gleður unga sem aldna. Þarna hefur tekist svo vel til að það hálfa væri nóg. Þvílíkur hafsjór um sögu útgerðar á Íslandi?. Við hjónin förum með vissu millibili og það er alltaf eitthvað nýtt að sjá.

Safnið er á hreyfingu. Við höfðum það á tilfinningunni í dag að núna væri verið að endurvekja daginn. Dag sjómanna. Það gladdi okkur tvö, sem ólumst upp við það að lífið væri saltfiskur.

Þjóðin gleymdi því um tíma, en er farin að sækja aftur í raunveruleikan. Íslenskan raunveruleika.

Raunveruleika Sölku Völku. Sem átti part í árabát og gekk í karlmannsfötum. Sem minnir okkur á að kona getur sýnt "karlmennsku og verið drengur góður"

Sem við hefðum betur viðurkennt fyrr. En-Betra seint en aldrei. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ,hæ! hún átti part í mótorbát.  kveðja.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband