19.6.2010 | 10:07
Sea Safari.is
Við erum hér í Reykjavíkurhöfn í boði Rannveigar og Ingólfs sem eiga og reka fyrirtækið Sea Safari. þau gera út frá Suðurbuktinni, neðan við verbúðirnar, ( grænu húsin,við Sægreifann). Bjóða upp á fyrirtækjaferðir, hópferðir, ljósmyndaferðir, kvöldsiglingar, viðburðarferðir/ sérferðir, lundaskoðunarferðir. þau gera út tvo harðbotna slöngubáta, sem ganga 50 mílur, á góðum degi.
Við kunnum þeim Rannveigu og Ingólfi bestu þakkir fyrir að lána okkur pláss um helgina. Undanfarin þrjú ár höfum við verið hér á Golu RE 945 um helgar á sumrin, ef við höfum þá ekki verið í Eyjum, sigla hringinn, eða á öðrum lengri ferðalögum.
Nú er farið að þrengjast um pláss hér fyrir skemmtibáta, vegna fjölgunar á útsýnisbátum. Hvalaskoðun, sjóstöng, lundaskoðun, og "allskonar". Sem er hið besta mál. Það skapar jú gjaldeyri, sem við þurfum á að halda.
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi (blessunarlega) formaður stjórnar Faxaflóahafna sagðist ekki gera ráð fyrir "montbátum" hér. En vegna skröltsins í silfurskeiðinni sem hann er með í kjaftinum, skildi ég drenginn ekki vel, en geri ráð fyrir að þar eigi hann við skemmtibáta. Ég vill bara "vinsamlega" benda þessu "silfurskeiða kjafti" á, að við sem höfum valið þann lífsstíl að sigla, erum venjulegt vinnandi fólk, skattgreiðendur, mörg fyrrverandi sjómenn, og það sem silfurskeiðakjafturinn helst hefur áhuga á, kjósendur.
Í kvöld komu félagar okkar úr Snarfara, á glæsilegum bátum, þeir Þorsteinn Garðarsson á Neista, og Hallgrímur Axelsson á Axel Sveinssyni, með vini sína sem tilheyra gönguhóp sem þeir eru í. Samtals 10 menn. Tilefni ferðarinnar var að gera sér glaðan dag, borða góðan mat, og á sér smá appelsín í aðra tánna.
Nú fundum við til okkar hjónin, áhöfnin á Golu RE 945, hafandi lyklavöldin úr hendi Rannveigar og Ingólfs. Buðum þeim að leggjast hér við læsta bryggju, enda ekki gert ráð fyrir montbátum í Reykjavíkurhöfn. Verandi bæði utan af landi ( Vestmannaeyjar, Raufarhöfn ) hvöttum við þá til að versla í "heimabyggð". fyrir valinu varð Höfnin, veitingastaður hér í Suðurbuktinni, beint fyrir ofan bryggjuna sem við liggjum við. Þegar þeir komu aftur til skips, brosandi hringinn, höfðu þeir sömu reynslu og við, matur og þjónusta frábær, og verðið hóflegt. Við á Golu RE 945, og vinir okkar mælum 100% með þessum stað, Höfnin.
Félagarnir ganga til skips, hæst ánægðir eftir góðan viðurgerning á veitingarstaðnum Höfnin.
Mannlíf kallar á meira mannlíf, sem vonandi leiðir af sér meiri viðskipti við þá sem þarna starfa. Hver kannast ekki við það að fara fyrst á höfnina á þeim stöðum sem hann heimsækir? Suðurbuktin á að vera staður fyrir alla báta. Útsýnisbáta, fiskibáta, skemmtibáta, "allskonar" báta.
Við áhöfnin á Golu RE 945 erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist, framtíðin lofar góðu. Þar erum við að tala um embættismenn hafnarinnar, Gísla Gíslason og hans fólk. Ekki pólitíska silfurskeiðakjafta.
Athugasemdir
Sæll Árni
Takk fyrir að vekja athygli á því hversu mannlíf hefur aukist í verbúðunum við Suðurbugtina. Það gerðist ekki sjálfkrafa heldur var stefna stjórnar Faxaflóahafna, þegar ég var þar formaður, að auka fjölbreytni og mannlíf á þessu svæði. Það hefur sem betur fer tekist vel. Ýmislegt fleira af þessum toga hefur verið sett í farvatnið og mun koma í ljós fljótlega og það á einnig við um verbúðirnar úti í Örfirisey. Eitt af sérkennum Reykjavíkurhafnar er að hún er vinnuhöfn. Það var einmitt grunntónninn í hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag gömlu hafnarinnar sem haldin var á síðasta ári. Ég vona að þú hafir kynnt þér hana. Margir hafa talað fyrir því að atvinnustarfsemi eins og útgerð og fiskvinnslu eigi að leggja af á þessum stað. Því er ég algjörlega ósammála.Öðru í þínum skrifum sé ég ekki ástæðu til að svara en bendi þér á að stóryrði gera þig ekki að meiri manni.
Júlíus Vífill Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 12:57
Takk fyrir innlitið Júlíus Vífill. Stóryrði gera mig ekki að meiri manni. Ég stend fyrir mínu. Talandi um stóryrði rifja ég upp umræðu þína í sjónvarpi um montbáta. Hvað er montbátur í þínum skilningi?
Eins og ég ræddi um kallar mannlíf á mannlíf. Við hjónin þekkjum þetta allvel. Stækkandi hópur nýtir þetta svæði sér til ánægju. Við tölum sama tungumál hvað varðar fjölbreytni í starfsemi hafnarinnar. Fiskvinnslan og útgerð hér í Suðurbuktinni er nauðsynleg til að skapa þann sjarma sem svæðið bíður upp á. Með vinsemd.
GOLA RE 945, 19.6.2010 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.