6.7.2010 | 16:00
Það tekur tíma að ná úr sér stressinu!
Það er mikil slökun í því að vera um borð. Fyrst kemur spennufall og mikill svefn. Nú erum við á þriðja degi í ferðinni og afslöppunin alger. Hlustað á rás 1 í útvarpinu, eða bara þögn. Ég las fyrir stýrimanninn upp úr Bör Börsyni, eftir að við komum úr sundinu áðan. það verður upplestur úr Bör daglega.
þegar Bör er búinn tekur Hlustarinn við, eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Við erum að vísu bæði búin að lesa þá bók, en skildum hana ekki á sama hátt. Nú ætlum við að lesa einn og einn kafla upphátt og ræða síða hvaða skilning við leggjum í lesefnið.
Hér er eins og alltaf ekkert annað en lúxus fæði. Í gærkvöldi var hrefnukjöt, að hætti skipstjórans. Góðgætinu var skolað niður með sér völdu appelsíni árgerð 2010. Afgangurinn frá því í gærkvöldi verður í kvöld. Í hádeginu var rúgbrauð, egg og síld.
Gangi veðurspáin eftir verðum við hér í Ólafsvík fram á laugardag. Þá er ferðinni heitið í Flatey.
Athugasemdir
gaman að "fá" að fylgjast með ykkur hér - gangi ykkur vel
m. vinsemd og virðingu
Jón Snæbjörnsson, 6.7.2010 kl. 16:45
Takk fyrir það Jón
GOLA RE 945, 6.7.2010 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.