7.7.2010 | 11:21
Hún er engum lík..
Þó verður stórfjölskyldunni ekki oft orðavant. Fjölskyldu sem kallar ekki allt ömmu sína í orðræðunni. Núna er hún stödd á Raufarhöfn hjá langömmu sinni Unu, og unir hag sínum ágætlega.
Er þar með móður sinni og systkinum í nokkrar vikur. Eldsnögg að aðlaga sig breyttum aðstæðum enda er þetta litla síli heimsmanneskja..
Fæddist þannig? Fjölskyldan man ekki svo langt að hún hafi ekki verið altalandi. Hafandi sterka skoðun á mönnum og málefnum.
Hún heitir GOLA. Afi Árni segir það. Hún gengur hins vegar undir dulnefninu Heiðrún María Björnsdóttir. 5 ára snót. Gæti verið miklu eldri.
Í morgun þegar hún reis úr rekkju kom yfirlýsing frá þeirri stuttu: Amma, þakið hjá þér lekur! Langamma Una kom af fjöllum enda húsinu vel við haldið.
Hvað meinarðu barn?..Það er vatn í rúminu hjá mér fullyrti barnið. Og við það sat, og situr. Veskú..
Hér sést hún taka utan um hálsinn á afa Árna sem hún segir besta afa í heimi. Og hann trúir henni. Berglind og Óli Júlíus njóta félagsskaparins.
Athugasemdir
Hún sagði í gærkvöldi við mig: "mamma, má ég fá vatn að drekka?" Hún var komin í rúmið en sagði svo "ég lofa að pissa ekki aftur í rúmið og fer bara á klósettið" Þannig að þrjóskupúkinn var loks tilbúin tila ðviðurkenna allt saman. Hún var fyrr um daginn alveg til í að amma hennar myndi hringja á viðgerðarmann af því að þakið lak.
Una Kristín Árnadóttir (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 20:16
Æji hún er engum lík þessi gullmoli. Ég fæ hviður um mig oft mig langar svo að klóra henni um bakið. Sem hættir ekki að hennar ósk. Eða eins lengi og maður nennir.
GOLA RE 945, 9.7.2010 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.