Komdu sæl, hvað syngur í þér?

Er eitthvað sem ég heyri hér í landlegunni einu sinni á dag. Maðurinn minn hringir "heim" til mömmu og símtölin byrja alltaf eins.

Móðir hans Una Hólmfríður er 79 ára og hefur sungið í kirkjukórnum á Raufarhöfn frá tólf ára aldri. Sem auðvitað skýrir þessa sí endurteknu spurningu .

Eða hvað? Auðvitað er þetta algeng spurning hjá fólki, það er að segja eldra fólki. Sennilega er þetta að detta út úr málinu sem er á hreyfingu sem betur fer.

Barnabörnin okkar segja Hæ hvernig ertu? og svarið er Góður! Sem er auðvitað ekki alltaf rétt, en þau hafa lært að bera sig vel.

Ég man enn þegar ég heyrði pabba minn segjast fíla eitthvað vel, mér fannst það allt að því helgispjöll hjá manni sem agaði tungutak sitt..Jafnvel hann gaf eftir.

Frasarnir eru á sínum stað á hverjum tíma. Nú er hætt að spyrja mig : Ertu ekki að grínast? Eða áréttingin: Já þú meinar? Man ekki í svipinn hvað kom í staðin nema ef vera skildi "Heyrðu"

Núna byrja allir á því, ef á þá er yrt að segja Heyrðu! Og það hvimleiða er, í öllum svörum. Eins og allir séu með biluð heyrnatæki!

Annað allt annað, nú fer hann að "detta" og við getum sennilega siglt áfram inn í Breiðafjörðin á morgun..Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælt veri fólkið!!    Það verður gaman að fylgjast með hvernig þið upplifið Flatey.    Við komum þangað sumarið 1970 , þá var ennþá  dálítill búskapur þar.  En mannlífið var samt ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.    Við áttum frænku sem hét Þórey hún var úr Öræfunum, hún bjó í Flatey með manni sínum ( hann var þaðan)    Hún var mjög "spes" lítt skartsöm, en hún átti peninga á bók, og keypti helming í " traktor" á móti hreppnum.   Hún bauð uppá kaffi og meðlæti, sótti kökur í ísskápinn, þar inni (í ísskápnum) var dautt lamb í reyfinu. Ég varð skyndilega lystarlaus og gerði veitingunum engin skil.   En hún Þórey átti stórt hjarta  og tók vel á móti okkur

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 16:00

2 Smámynd: GOLA RE 945

Hæ systir já það er víða athafnafólk í ættinni, helming í traktor á móti hreppnum! Alvörukerla  En hvernig hún kom lambinu fyrir í ísskáp? Þá hefur hún verið stærðfræðingur að auki. Gott ef ekki Stálfæðingur að hætti Kiljans.

Það sem ég vildi hafa ykkur með okkur, það hefur slaknað svo á hertum taugum að það er engu líkt. Við byrjum hvern dag á morgunkaffi með Stebba bróðir og staðan tekin. Hann er auðvitað eins og við vitum yndislegur drengur. Olíudælan klár og ekkert í veginum að tína þessi tvö tonn upp sem eftir eru.

GOLA RE 945, 9.7.2010 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband