Fiskisúpa og skyrterta í Föruhúsinu á Hellnum.

Vignir, Guðjón Gauti og Sólveig Ásta komu í heimsókn í dag. Sólveig og Vignir fóru til náms í Danmörku fyrir fjórum árum. Guðjón Gauti bættist í hópinn á "tímabilinu". Þau eru nú flutt aftur heim.

IMG_4555 

Með "Danan" sem við megum að vísu ekki kalla Dana..Wink

Er maður ekki Dani fæðist maður í Danmörku? Ég er Frá Raufarhöfn og Hallgerður frá Vestmannaeyjum og við könnumst við það.Woundering

 

 

 

 

Guðjón Gauti sýnir nýju skóna.Guðjón Gauti er stoltur af nýju gúmískónum sínum.

Afi Árni á svona gúmmítúttur og nú var litli vinurinn maður með mönnum..

Trúlega á hann ekki eftir að gat slíta þeim þessi elska en ánægður var hann enda með þægilegri skótaui.

 

 

fjöruhúsið á HellnumHallgerður stýrimaður bauð okkur í fiskisúpu og skyrtertu í Fjöruhúsinu á Hellnum. Þetta var frábær matur sem engin ætti að láta fram hjá sér fara, hafandi  kost á því. Ekki spillir umhverfið fyrir.

Á staðnum var hópur englendinga sem borðuðu úti og máttu ekki mæla yfir náttúrufegurðinni. Reyndar þarf ekki útlendinga til. Komiði bara og sjáið sjálf!

Heimasaumaðir dúkar á hverju borði og stellið héðan og þaðan.

búið að festa upp pústið.Aksturinn frá Ólafsvík, fyrir Jökulinn að Hellnum er með fallegri leiðum sem ég hef ekið um. Þó er Melrakkasléttan flottari.Pinch

Þegar við vorum ný lögð í hann frá Hellnum brotnaði pústið í tvennt, fyrir framan fremri hljóðkútinn og datt niður í götuna.

Nú voru góð ráð dýr, ekkert verkfæri í bílnum til að ná rörinu undan. En í bílnum var strappband sem við leiddum yfir bílinn og undir pústið, til að halda því frá götunni. Eftir það gekk ferðin til Ólafsvíkur vel.

Vegfanendur sem mættu okkur héldur að hér færi sveitavargurinn á leið í kirkju til þess að gifta sig Grin..Tounge

Við þökkum ungu fjölskyldunni kærlega fyrir frábæra ferð. Á morgun förum við í Flatey. Og hlökkum til, vitandi að þar eru fyrir Símon og Ella á Ými sem lögð ían í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahah já frekar skemmtilegur dagur.. góður matur/rúntur í góðum félagsskap.

Takk kærlega fyrir okkur

knús í goluna

Sólveig Ásta (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband