12.7.2010 | 17:44
Dreptu ekki meira en þú getur étið (HKL )
Það er frábært að veiða fisk sér til matar . Nema hvað. Sem við hjónin gerum skuldlaust. Eða réttara sagt maðurinn minn.
Hvað er betra en nætursaltaður fiskur? Þorskur. Eða pönnusteikur með matarjóma og grænmeti. Eigin afurð skiljið?
Þegar þeir komu á dekk voru þeir svo krúttlegir og sætir og sprikluðu lengi lengi.......Þá fór um undirritaða, þetta voru ungir þorskar. Barnaþorskar.
Og ég kom með tillögu, veiðum heldur hvali ástin mín. Þeir eru stærri...! Hugsum um foreldra þeirra sem sjá á eftir börnum sínum á hraðferð upp á krók hjá einhverju fólki sem á nóg af öllu?
Ég var Ýsa í fyrra lífi og þekki þetta. Að vísu skör lægri en þorskur en með sömu tilfinningarnar. Sá hvali éta heilu ættflokkana af þorski og ýsu svo ég hef harma að hefna.
Réttu mér beitta hnífinn skipaði Kapteinninn! Af hverju spurði ég. Nú það þarf að blóðga þá umlaði maðurinn standandi með þorsk upp á mið læri. Og drápsglampa í augum.
Þeir meiða sig, er það ekki spurði stýrimaðurinn sjóhræddi? Hallgerður ertu Vestamannaeyingur eða ekki? Láttu ekki nokkurn mann heyra þetta rugl kona. Eitthvað er nú farið að reyna á selsskapinn drottinn minn sæll og glaður. ..
Þessari elsku til afbötunar, er að hann verkkvíðin. Enda landburður af fiski. Við eigum sko krók og höfum auðvitað "leyfi" til að nota eigur okkar. Eða krókaleyfi. Erum að verða uppiskroppa með salt..Hvítt salt, engan gulan hroða veskú..
Er farin í sex blautþurrkna fótabað enn í Eyjunni Flötu og komið er stórstreymi. Hér er munur á flóð og fjöru sex metrar.
Athugasemdir
Ýsa var það heillin!! Góðan dag sæfarar,gaman að fylgjast með ykkur, hvert er ferðinni heitið næst? Kveðjur úr blómabænum.
Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 11:33
Sæl.
Við förum í Hólminn á fimmtudag.
GOLA RE 945, 13.7.2010 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.