Annar dagur í veðurblíðu í Flatey.

Árni.Nú er mánudagur og annar dagur í veðurblíðu. Sunnudagurinn byrjaði með smá brasi með utanborðsmótorinn, sem við notum á slöngubátinn. En það bjargaðist allt saman, smá stillingar þurfti að gera á blöndungnum. Sem var ekkert mál, en tók lengri tíma að finna út hvað væri að.

Við erum ekki með Næðing (slöngubáturinn af Golu) með okkur núna heldur fengum lánaðan minni og þægilegri slöngubát hjá Steina Garðars. Þegar mótorinn af Næðingi er kominn á þennan littla bát er hraðinn svo mikill, að ég veit ekki hvernig það endar. Við á Golu erum ekki vön miklum hraða.

Ella og Símon.Við sigldum kringum Flatey í gær, með Ellu og Símoni. Það var fín ferð, í góðu veðri. Í dag förum við í land í Flatey.

Þar er veitngarhús, þar sem hægt er að fá sér plokkfisk og rúgbrauð á 6.900 pr. mann og fá færri en vilja slík er ásóknin!

Nebb, við eldum frekar eigin afurð sem kostaði ekkert.

Frystihúsið í Flatey.

Þetta frystihús var byggt í Flatey, upp úr miðri síðustu öld. Ég held að þar hafi aldrei verið unnin fiskur, og verður trúlega ekki héðan af. Þessi bygging er dæmi um misheppnaða tilraun til að halda plássi í byggð.

Væri ekki virðingarvert að setja kúluna á þetta niðurnýdda hús sem æpir á húsin í Eyjunni. Hús sem flest hafa verið gerð upp og eru hreint augnayndi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband