Þetta er yndislegt líf.

Hallgerður.Enn er sama veðurblíðan. Við höfum verið mest um borð og notið þess að slaka á. Best er að gera sem allra minnst og gera það hægt.

Ýmir fór í Bjarnareyjar seinni partinn í gær. Þaðan fara þau í Stykkishólm, þar sem skipt verður um áhöfn á bátnum.

Helga Sigtryggs og Kristín ætluðu að leggja í hann frá Reykjavík í morgun. Ættu að vera komin hingað í Flatey síðdegis.

Hallgerður.Við fengum okkur göngutúr um Eyjuna í gær og tylltum okkur fyrir utan Hótel Flatey, og fengum okkur einn kaldan.

Síðan les ég fyrir stýrimanninn tvo kafla úr Bör Börssyni daglega. Bör Börsson og auðrónar Íslands eiga margt sameiginlegt. Að fara fram úr sjálfum sér í skefjalausri þrá eftir peningum og völdum.

Það eina sem skilur þá að, er að Bör gerði allt á eigin ábyrgð, en auðrónarnir á ábyrgð almennings. Sömu fíflin, en skaðlegri.

Altaristaflan í Flateyjarkirkju.Við skoðuðum kirkjuna. Baltasar málaði altaristöfluna og loftskeytingu 1964. Mjög tilkomumikið að sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband