13.7.2010 | 17:43
Að sigla þöndum seglum inn í ellina.
Er dálítið skrítið. Ég hef aldrei áður í lífinu skoðað aldur svo neinu nemur. Enda líka alltaf haft meira en nóg að gera.
Stemmt að því að þegar að.....? Ætlaði ég heldur betur að gera eitthvað. Eitthvað sem ég er löngu búin að gleyma núna.
Því miður svona eftir á að hyggja gleymdi ég svo sárlega oft að lifa augnablikið. Plönin komu í veg fyrir það. Og tíminn leið, og líður hjá okkur öllum.
Allt í einu horfir maður fram á það, að það hefði verið gott að staldra aðeins lengur við það sem skiptir mestu máli. Börnin mín og maður. Vinir og stórfjölskylda.
Ég er, svo tekin séu af öll tvímæli lánsöm manneskja. En það er fjarri því allt mér að þakka. Hef alltaf verið innan um gott fólk.
Fólk sem hefur fyrirgefið mér axarsköft mín, já steingleymt því. Sem ég þakka fyrir..Tel mig líka hafa haft svigrúm fyrir ölduróti minna á hinum ýmsu tímum.
Sitjandi hér á bóli úti í Flatey þar sem ekkert er að gerast annað en að vera til, hnippti heldur betur í mig. Konu sem siglir inn í ellina og saknar smá að hafa ekki oftar verið til staðar fyrir þá sem á mér þurftu að halda. Hugsum málið..
Þetta er nágranni okkar síkjaftandi og stundum leiðinlegur en það verður ekki haldin neinn húsfundur um hvort okkar yfirgefur staðinn. Stjórnsýslan hér er kærleikur og virðing fyrir hvort öðru.
Enda er ég með plön um að þegar að...Þá skal nú augnablikið notað. Augnablikið sem kemur aldrei aftur.Við siglum heim, en hann þraukar kaldann veturinn hér í Breiðafirðinum. Og hugsar helvít..hafði nú sú gamla það gott svona eftir á að hyggja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.