Bensínlaus á miðjum Breiðafirði..

Er slæmt svona ykkur að segja, öll þessi sker og Eyjar sem enn hefur ekki tekist að kortleggja að maður tali nú ekki um strauma hingað og þangað. Hvað veit ein kvennmansnift um strauma.

Mér vill alltaf eitthvað til var mín fyrsta hugsun og skimaði í allar áttir, ekki kjaftur svo langt sem augað eygði.

Af hverju ég var það fyrsta sem poppaði upp í mínum sjálfhverfa kolli. Ferðin hefur gengið svo vel með einni undantekningu sem ég er búin að gleyma núna. Minnir að það hafi haft með bræluskratta að gera.

Hvar voru allir, hér er víst alltaf krökkt af ferðamönnum.. Nú voru góð ráð dýr ég er ekki að tala um verðið á bensíni heldur bensínskortinn, ég skyldi borga það verð sem upp yrði sett..

 Átti ég að leggja ára í bát?  Nei,  þvert á móti ég átti auðvitað að taka þær upp af botninum og  hefjast handa, ekkert annað og róa í land. Og læra það að utanborðsmótor þarf bensín. Og það nóg af því.  Svo nú réri Langbrókin í land í fyrsta skipti hratt og örugglega og hugsaði til Þuríðar formanns með með meiri skilningi en áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband