14.7.2010 | 22:58
Björgunaræfing hjá áhöfninni á Stjörnu.
Stjarnan kom hingað í Flatey í dag. Guðmundur skipstjóri ákvað, eftir að þau höfðu lagst á legu hér í Hafnarey að halda björgunaræfingu, um hvernig ætti að meðhöndla slöngubát.
Fyrst var bátnum hent í sjóinn. Við á Golu og farþegar á Stjörnu horfðum opinmynt á aðfarir.
Fyrst fór Guðmundur skipstjóri um borð í slöngubátinn. Síðan stökk skipstjóraflúinn um borð, þó þannig að tryggt væri að bátnum myndi hvolfa. Það gekk eftir.
Þau hurfu í djúpið. Fyrst skaut Guðmundi upp. Guðmundur lýsti aðstæðum, um leið og hann tróð marvaðan. Síðan skaut frúnni upp, með fangalínuna á bátnum í kjaftinum. Hún synti knálega að Stjörnunni, þar sem Guðmundur tók bátinn og snéri honum á réttan kjöl, af ótrúlegu öryggi, og greinilega æfðum handtökum.
Það var samdóma álít allra viðstaddra að önnur eins tilþrif höfum við ekki séð.
Súla kom síðar í dag. Þau misstu af æfingunni. Ég vona að það komi ekki að sök.
Við á Golu siglum í Hólminn á morgun, orðin vatnslítil. Í Hólminum eigum við von á börnum og barnabörnum í heimsókn á föstudag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.