Er drengurinn þinn um borð?

Hallgerður stýrimaður með rúllur.Spurði gamall trillukarl í dag? Nei nei hann er fyrir sunnan, ný komin af Hornbjargi úr göngu með konunnin sinn.

Nú, er þetta ekki sonur þinn áréttaði sá gamli? Hver, spurði ég? Sá sem kom siglandi á Golu RE 945 inn í Stykkilshólm hélt hann áfram.

Um hvað ertu að tala manndjöfull, nú var farið að fjúka í Stýrimanninn.

Mér finnst ég kannast við hann, er hann ekki frá Raufarhöfn? hélt hann áfram.

Sonur minn? Nei hann fæddist á Egilstöðum upplýsti ég þennan leiðinda gaur.

Rafvirki á Haferninum.Nei hann fæddist á Raufarhöfn hélt gleðigjafinn áfram.

Þarna var fyrir mína parta komið að kveðjustund, djöf..sem karlinn var ruglaður!

Hann heitir Árni Pálsson ég man svo vel eftir honum.

Hann er maðurinn minn! Jæja gæskan ertu konan hans? Jáháaaaa!

Hvað ertu gömul "væna" spurði húmoristinn?

Alveg nógu gömul kallinn minn.

Lastu Önnu frá Stóruborg í æsku hélt þessi leiðindagaur áfram.

Nú fylltist mælirinn...Komdu þér upp á bryggju karl andskoti og láttu ekki sjá þig aftur.

Það koma ekki allir dagar i böggli sagði amma mín. Þetta var einn af þeim..Angry..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha,ha,ha!!!  Þetta hlýtur að hafa verið aðkomumaður!   Kveðja til ykka mæðginanna.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 21:05

2 Smámynd: GOLA RE 945

Það hefur ekki farið brosið af karlinum..Karlmenn! einn hégómi sagt og skrifað.

GOLA RE 945, 15.7.2010 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband