Nú er verið á brettinu og það skuldlaust

Enda brakandi þurrkur hér í Hólminum. Ekkert vatn að fá í Flatey eins og alþjóð veit. Stýrimaðurinn muldi úr fatnaði en Skipstjórinn vatt, hann er svo sterkur þessi elska.

IMG_4691Honum er margt til lista lagt drengum.Heart

Eitthvað vöktu þessi tilþrif hans athygli því hann var myndaður í bak og fyrir af túristum. Honum leiddist það ekki!

Það hefur vakið athygli okkar allstaðar sem við erum, að túristar leggja allir leið sína niður á höfn.

Margir búa auðvitað á stöðum þar sem aldrei sést il sjávar. Engin önnur skýring.

Hér í Hólminum eru mörg falleg endurgerð hús sem hrein unun er að skoða.  Í sumum er búið en öðrum einhver starfsemi..

Útsýnið frá Golu þessa dagana.

 

Auðvitað sér maður danska yfirbragðið á þeim. Ég gæti svo innilega hugsað mér að búa í svona húsum. Það er einhver rómantík yfir þeim og trúlega meira elskast?

Súla kom siglandi frá Flatey í morgun og fyrsta verk hjónanna var bað í sundlauginni. Úti í Flatey eru enn Stjarnan, Helga Sigtryggs, og Kristín og Ýmir. Óvenju margir bátar.

Sem er skrítið miðað við flotann sem liggur bundin við Höfn í Snarfara..Jú Marás. Neisti og Lilja voru hér á dögunum hafandi farið vestur fyrir..

Það er ekkert atriði hjá okkur að flanda um allan sjó ekki síst ef veðrirð er svona gott. Allt til alls um borð nema sturta þó smúla megi mannskapinn aftrá. Kær kveðja til ykkar sem kíkið inn á bloggið okkar..Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

       Góðan og blessaðan daginn!!!       Já það er gaman að koma í Hólminn, ertu búin að skoða litla Tangabæinn sem við bjuggum í þegar þú komst að heimsækja okkur.  Hver eru plönin???  Sólskynskveðja .

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband