17.7.2010 | 11:31
Snemma beygist krókurinn, til þess er verða vill.
Jóndi Stennu sendi mér þessa skemmtilegu mynd. Á henni eru undirritaður, Ásgeir Svenna og Erna Bulla.
Við erum þarna að róa á höfninni heima á Raufarhöfn, í stafa logni, sem oftast er þar. Það er sko ekkert bensínleysi að trufla för þarna.
Það er annars að frétta frá okkur á Golu, að við erum í enn einum logn og sólardeginum hér í Hólminum.
Mér dettur í hug saga sem ég heyrði fyrir löngu af karli frá Grindavík. Hann var staddur á sólarströnd í fyrsta og eina sinn. Þegar hann á fimmta degi vaknaði í logni og sól. Þá heyrðist karlinn tauta, hér er alltaf sama helvítis veðrið, hingað fer ég aldrei aftur.
En við eigum eftir að fara aftur í Breiðafjörð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.