18.7.2010 | 17:14
Hann ku halda sér vel maðurinn minn..
Og þá er verið að tala um hvað hann lítur vel út "miðað við aldur" Við erum allt okkar líf að miða við eitthvað. Höfum þessi býsn fyrir því að verða menn með mönnum en fljótlega fer það að gleða hvað við (Mörg okkar ) lítum vel út þrátt fyrir að vera orði 25 ára! Hann er til vinstri á þessari mynd, hinn heitir Jónas Hreinsson.
Við hjónakornin gengum á Súgandisey hér í Stykkishólmi og þar var krökkt af fólki í eindæma veðurblíðu. Þegar upp var komið vildi maðurinn mynda sína við vitann sem var auðsótt mál. Fyrir neðan okkur lá ung og falleg kona sem sagði við manninn sinn: Af hverju tekurðu aldrei mynd af mér?
Maðurinn minn brást "karlmannlega við og tók myndir af henni. Við tókum tal saman þetta var skemmtileg kona á allra besta aldri. Spurt : Hvaðan ertu og allur sá pakki. Hún var auðvitað utan af landi það er bara eitthvað sem einkennir það fólk. Eitthvað gott.
Sagðist vera fædd og uppalin á Bláfeldi sem er veðurathugunarstöð í dag.
En býr í Ólafsfirði. Slíkt var denið hjá manninum mínum að ég gleymdi að spyrja hvort hún þekkti hana Stínu Adolfs frænku mína.
Í samtalinu var þreifað á hvort hún þekkti þennan eða hinn að norðan..Kapteininn sagði, auðvita manstu ekki eftir því þetta var fyrir 100 árum. Ertu klikk þú ert svo ungur sagði þessi fallega unga kona!
Takk sagði sá gamli og veðraðist allur upp. Þarna sá ég að gamlir símastaurar geta blómgast aftur.
Lífið er gjöfult alla vega fyrir þau okkar sem líta vel út miðað við, veit það nokkur..?
Myndirnar af umræddu fólki sýna auðvitað að hér er engu logið.
Athugasemdir
Þessi mynd af þér Pálsson er af þér þegar þú varst fjögurra ára og Jónas þriggja ára. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Kv. Una og auðvitað mamma þín líka.
Una Kristín Árnadóttir (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 21:45
Það var reyndar ég sem skrifaði bloggið. Og gerði að yrkisefni að hann hefði ekkert breyst.
GOLA RE 945, 19.7.2010 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.