Bátafólkið á þriggja ára brúðkaupsafmæli í dag 20.07.10

Sagan segir það heita Leðurbrúðkaups afmæli? Af hverju leður er mér hulið, alveg gjörsamlega. Hvað okkur hjón varðar erum við ekki töffarar mér dettur  eitthvað perralegt í hug þegar ég heyrir þetta orð!

Sjómannadagur.

Hvorugt okkar erum hardkor karaktera eða masókistar. Veit einhver hvað þetta leður þýðir?

Við höfum þekkst í fimm og hálft ár og erum farin að kunna þokkalega vel við hvort annað. Já bara nokkuð vel. Ég elska peyjann og við erum enn ástfangin en það sem er best, er vináttan sem er sönn og gegnheil.

Við upplifum bæði að hafa þekkst svo miklu lengur en þessi rúmu fimm ár.

Þegar ég vaknaði í morgun sagði ég við minn heitt elskaða: Til hamingju með daginn ástinn mín.

Ég vildi svo sannarlega eiga svipinn á karli á filmu til að sýna ykkur!  Þessi svipur sem kemur á mann sé maður staði að verki við eitthvað ekki gott.

Það sem meira er ég heyrði braka í heilasellum hans þar sem hann barðist við að muna af hverju? Hann: sömuleiðis ástin mín. !

Ég ákvað að þegja og kanna hvort hann hefði munað. Geispi, jæja við ætlum að sigla í Grundarfjörð í dag er það ekki sagði gamli?

Já.

Leggst það ekki vel í þig?

Jú.

Þrúgandi þögn.

Heyrðu, hvaða dagur er í dag spurði hann?

20.07.10 Árni!

Þá eigum við enn eftir tíu daga af ferðinni.

Já.

Kíki hann hér inn í dag þá sér hann hvað hann er rómantískur maður. Sem hann er ....Heart

En ekki eftir neinni bók. Hann er þegar upp er staðið einn rómantískasti peyi sem ég hef hitt..En hann tekur það eigin forsendum. Heart Sem svínvirkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju. Áhöfnin á Súlu.

Kristján (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 11:34

2 identicon

         Góðan daginn turtildúfur!!!!  og til hamingju með daginn!!

Þið ætlið semsagt að sigla í Grundarfjörð í dag, ætlið þið að stoppa lengi þar?   Bestu kveðjur frá okkur í blómabænum.    

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 11:35

3 identicon

Til hamingju með leðrið kæru hjón

Steini Garðars (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 21:51

4 Smámynd: GOLA RE 945

Takk fyrir, félagi Steini.

GOLA RE 945, 21.7.2010 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband