Gola í Grundarfirði.

Gola í Grundarfirði.Við komum hingað í Grundarfjörð um eitt leitið í dag. Hafnarvörðurinn var mættur á bryggjuna, til að taka á móti endanum og bjóða okkur velkomin.

Aðstaðan hér er frábær, með sérstakri flotbryggju fyrir gestabáta. Við höfum siglt hringinn á Golu og því komið í margar hafnir. Þessi aðstaða toppar allt.

Ekki það að við fáum mjög góðar móttökur, hvar sem við komum. Það er að segja úti á landi. Tölum ekki um Reykjavík ógrátandi. Best er að hafa alltaf samband við hafnarvörð fyrirfram, óska eftir plássi og segja hvenær við erum væntanleg.

 Hér er þvottahús og nýtum við okkur að láta þvo kojufötin, og annað sem við höfum ekki mulið úr jafn óðum.

Dvölin í Stykkishólmi var skemmtileg, í frábæru veðri. Velvild frá hafnarvörðum, við að koma okkur fyrir, en höfnin er stút full. Næsta sumar verður komin gestabryggja í Hólminn. Stykkishólmur er fallegur bær, nærri því eins fallegur og Raufarhöfn, en fyrr má nú rota, en dauðrota.

Okkar heppni og óvænt, hér í Grundarfirði er bæjarhátíð, "Gleðidagar í Grundarfirði" um helgina. það verður gaman að gleðjast með Grundfirðingum og þeirra gestum. Kannski hitti ég þá fermingarbræður, Ása og Sigurberg. Ég vann í nokkur ár með þessum sóma drengjum og sonum Grundafjarðar. Með Ása í Kísiliðjunni, en Sigurberg hjá Eimskip.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband