Bátafólkið hætt að nenna að þvo á bretti

Enda líka þetta flotta þvottahús hér í Grundafirði.

Grundafjörður kom okkur báðum skemmtilega á óvart. Öll hús í topphirðu og allt umhverfi. Núna um helgina er hátíð hjá innbyggjurum og gestum sem eiga leið fram hjá. Allir velkomnir.

Æ fleiri sveitarfélög efna til fagnaðar einhverja helgina í júlí og flestum er kunnugt um heiti þeirra. Grundfirðingar kalla sína : Góðir dagar. Hófstillt nafn en spennandi. Bátafólkið ætlar að taka þátt.

Við höfum komið víða við í 5 ár en hvergi fengið aðrar eins móttökur og hér. Hafnarstjórinn tók á móti okkur falleg ung kona og tók endann, bauð okkur velkomin í þá hreinlegustu og flottustu höfn sem við höfum séð.

Hrunið kom víst ekki hingað sem betur fer. Hér er okkur boðin góðan dag sama hvern við hittum. Kannski erum við Reykvíkingar að sigla inn í þetta fjölskylduvæna umhverfi sem við sjáum úti á landi? Þar sem fólk virðist hafa tíma til að njóta augnabliksins sem kemur jú aldrei aftur.

Kannski er ein afleyðing hrunsins sú að við förum að spjalla saman og njóta samvista við fólkið okkar.

Okkur var gefin þorskur í Grundarfirði.Eldsnemma í morgun fóru tveir vinir út á fjörð á lítilli skel enda er víst krökkt af þeim "GULA"

Nema hvað, þeir komu færandi hendi með í kvöldmatinn fyrir okkur, glænýjan þorsk sem verður pönnusteiktur með rjóma og kálmeti hverskonar.

Þetta er eitt besta frí sem við höfum átt saman.

Eftir helgina verður siglt heim á leið, ég tek rútuna í bæinn ef spáin er þess eðlis. Hérahjartað er á sínum stað Heart Talandi um það, af hverju hérahjarta þegar verið er að tala um skræfur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Góðan daginn " (ég bý úti á landi )     Mamma sagði stundum um þá sem voru feimnir ;  " hann eða hún er soddan héri  "  Gaman að lesa þessa jákvæðni um Grundarfjörð.   Það verður gaman að hitta ykkur og heira ferðasöguna.  Kveðja.

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 15:42

2 Smámynd: GOLA RE 945

Jamm, ég var að reyna að hringja í þig. Árni sendi myndirnar aftur fékkstu þær? Þetta eru einar 5 myndir.

GOLA RE 945, 22.7.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband