22.7.2010 | 19:16
Treystirðu þér upp stigann?
Treysti ég mér? Þú talar við mig eins og sextuga kerlingu! Auðvitað treysti ég mér upp. Ekki tefur það mig perustefnið...
Fallegi hafnarstjórinn hér í Grundarfirði bað okkur að færa Goluna í tæpan sólahring því von væri á skemmtiferðaskipi tveimur frekar en einu.
Við mættu leggjast utan á Haukabergið á meðan. Ekkert mál sagði Kapteininn óvenju mjúkmáll. Karlmenn! Veit að hann væri ekki svona stimamjúkur ef hafnastjórinn væri karl á sama aldri. Er bara alveg klár á því.
Hafnarstjórinn er með aðstöðu í fallegu húsi hér rétt fyrir ofan okkur og Stjáni Blái gerir sér upp erindi ferð eftir ferð hann þarf svör við svo mörgum spurningum eins og til dæmis hvað búi hér margir!
Hann segist ekki muna eftir flottari þjónustu frá hendi hafnarstjóra og hefur hann þó sopið þær margar fjöruna.
Aftur að stiganum auðvitað tek ég hann með annarri, þó engin taki eftir lipurð minni ..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.