Þá liggur þetta fyrir.

Bæði Belgingur og sú Norska segja lag að sigla aðfaranótt mánudags inn í Faxaflóann. Sem er langur.

Langbrókin tekur rútu úr Grundarfirði klukkan 5 á sunnudag. Skipherinn siglir inn í mánudaginn einn.

Svona er ég nú harðbrjósta. Þá er ég ekki að tala um hvelfdan barn heldur sjálfhverft innræti.

 Sú sjálfhverfa metur stöðuna þannig að vont sé að vera með skíthrætt fólk um borð. Rétt mat hjá Langbrókinni. Ég verð 3 tíma heim í Naustabryggju en maðurinn minn 14 tíma. Nú þegar er komin aðskilnaðarkvíði.

Þetta frí eins og áður sagði, hefur verið fallegt ævintýri frá upphafi. Allt hefur sinn tíma. Og núna tekur alvara við...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband