24.7.2010 | 22:00
Haldiði ekki að kærasta mannsins míns númer 1 hafi verið hérna!
Ódámurinn, hvað vildi hún upp á dekk? Ég hélt að ég væri í skemmtiferð. Í Grundarfirði. Það sem á mann er lagt.
Ég hélt að við hjónin værum í skemmtilegu sumarfríi svo dynja þessi ósköp yfir!
Hún kemur labbandi niður bryggjuna "dillandi" sér og spyr þann gamla: Hvað heitir þessi fallegi bátur?
Hann mundi það ekki sá gamli !
Hann hét áður Steinunn umlaði hann.
Hallgerður " mín" taktu nú eina mynd af okkur!
Sem ég gerði til eins og hertur handavinnupoki.
Og útkoman auðvitað hallærisleg. OK. Þau myndast ágætlega. Enda er ég annálaður ljósmyndari.
Auðvitað getur fólk pósað sem þau gerðu . Að öllu gamni slepptu er þetta gullfallegt fólk. Með hjartað á réttum stað. Eyjakonan Elva Ósk og peyinn frá Raufarhöfn..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.