29.7.2010 | 18:09
Síðasta vígið fallið!
Ég verð að viðurkenna það. Skipstjórinn um borð í Golu RE 945 bað um smá aðstoð við að baka upp jafning með bjúgum.
( Er hann ekki sætur stelpur )?
Ekkert mál gæskurinn ég skal sýna þér það, en þetta er vandi! Það hlakkaði smá í undirmanninum yfir væntanlegu slysi. Munandi enn eftir fyrsta jafningi mínum sem fór í kekki hjá ný giftri konunni a öldinni sem leið.
Nema hvað, þetta lék í höndunum á manninum. Allt er í heiminum hverfullt. En meðal annarra orða, þarf að sjóða hveitijafning í 5 mínútur?
Skrifað í 101 Reykjavík anno 2010 á fimmtudegi.
Athugasemdir
Eruð þið bara komin á sjóinn aftur? Við erum hérna í Kjartanskoti í góðu yfirlæti, með Pétri, dagmar og Hafsteini, búið að vera dásamlegur tími. þau eru svo að fara norður í Veiðileysufjörð með fjölskildunni hennar á ættarmót yfir helgina. Svo koma þau suður aftur, það væri gaman að hittast í kaffispjalli. Ég bið að heilsa kapteininum.
björk pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 18:27
Björk, meira en gaman þú segir hvenær og við erum komin á augabragði. Knús á þau öll (Segðu Pétri að Halla systir hafi talað )..
GOLA RE 945, 29.7.2010 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.