Hér er legið með hönd á pung ...

Í alvöru talað, vinnuvika að baki og við hjónin sigldum inn í 101 Reykjavík. Í þessum pikkuðu orðum brýst sólin fram? Kapteininn á bryggjuspjall við aðra sjómenn. En vel að merkja ekki um framtíð Sjálfstæðisflokksins. Heldur framtíðina. Um strandveiðar svo dæmi sé tekið.

Ég aftur á móti er hér niðri að pikka þetta inn til ykkar á milli þess að hringja í vini og fjölskyldu okkar.

Læt hugann reika um s.l. viku. Efst í huga mínum er auðvitað Kastljós umræðan um unga fólkið okkar sem verður eiturlyfjum að bráð. Og úrræðaleysi okkar? Nístandi sársauki og undrun á því sem ég sá.

Óskiljanlegt viðtal við landlæknir sem ég held að sé drengur góður, en hafði á tilfinningunni að hann væri að verja eitthvað, eitthvað sem ég veit ekki hvað er?

Hugurinn leitaði til unglingsára minna, ég reyndi að rifja upp hvort við hefðum haft þessi vandamál, ég held ekki. ? Alla vega man ég það ekki.

Sum okkar fóru heldur bratt í kynnum við Bakkus en flest okkar kvöddu hann aðrir gældu við hann þar til yfir lauk. En sú barátta tók lengri tíma en baráttan við læknadópið.

Sem drepur á undraskömmum tíma.  Tíminn er peningur segir athafnafólk. En tíminn er miklu meira,tíminn er að vera í samvistum við þá sem við elskum.

  Þarna höfum við ekki tíma, hvert einasta andartak skiptir máli, þar skilur á milli feig og ófeigs eins og ömurleg dæmi sýna ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband