1.4.2012 | 12:20
Vorið er komið.
Halla og Gola RE 945 fóru á flot í gær, 31.03. Þá er vorið komið. Við áhöfnin á Golu fluttum um borð í morgun.
Lífið er aðeins að kvikna hér í Suðurbuktinni. Í tilefni dagsins verður veisla í kvöld. Vonandi verður tækifæri til að ná í svartfugl næstu daga.
Nakki var að taka olíu í morgun. Þessi bátur lenti í miklum hrakningum suður af Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum.
Síldin RE 26 Eigandi Garðar Björgvinsson. Garðar er frá Raufarhöfn, eins og ég.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.