Neisti seldur.

NEISTI.Gengið var frá sölu á Neista í dag. Hann er 10,03 m. langur, breidd 3,15 m. Vél 350 hp. Volvo.

Nýir eigendur eru Kristján og Ingibjörg.   Áhöfnin á Golu RE 945 óskar þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega bát.

Steini og Helga, fyrrverandi eigendur Neista hafa ákveðið að hætta sportbátaútgerð, því miður.

Það hefur verið gaman að ferðast með þeim. Ég hef ekki tölu á því hvað við erum búin að vera þeim oft samferða í Breiðafjörð, Vestfirði, Ísafjarðardjúp, Jökulfirði, Strandir, Hvammsvík, Keflavík, Akranes, Arnarstapa, svo mætti lengi telja.

Ingibjörg og Kristján á Súlu.Kristján og Ingibjörg settu Súlu upp í kaupin. Súla verður seld.

Svo skemmtilega vill til að fyrir fjórtán, eða fimmtán árum, áttu Steini og Helga Súlu.

 

 

 

 

Súla.

 

 

 

 

Hér er Súla á siglingu í Hvalfirði síðastliðið sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband