24.2.2008 | 10:50
Veturinn er notaður til að "ditta að" GOLU RE 945.
Þessar myndir eru teknar í Höllinni þar eru GOLA, HALLA og NEISTI í vetur. Það er mikill kostur að geta haft bátinn inni yfir veturinn. það er alltaf eitthvað sem þarf að laga og endurbæta svo að allt virki rétt yfir sumarið. Það er hluti af sportinu yfir veturinn að bauka í bátnum á laugardögum. Í vetur var sett ljósavél í Golu. það verður fínt að þurfa ekki að spara rafmagnið, eða setja aðalvél í gang til að hlaða á rafgeyma þegar legið er einhversstaðar, þar sem ekki er kostur á landtengingu. Yfir sumarið erum við í bátnum flestar helgar. Síðastliðið sumar sigldum við kringum landið, tókum í það fjórar vikur. Frábær ferð, en vorum frekar óheppin með veður. Í sumar ætlum við að sigla norður á Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp.
Óli var að skipta um Zink og síur á vélinni í Höllu. Óli fékk þennan bát nýja frá Noregi 2006. hann átti fyrir eldri bát, sömu gerðar. Sá eldri heitir nú Mardís. ég held að Mardís sé til sölu, ef einhverjum vantar bát.
Steini endurnýjaði bátinn í vetur. Keypti LILJU af Hafliða og skírði NEISTA. Með steina á myndinni er Helga útgerðarstjóri. Ég óska þeim til hamingju með þennan glæsilega bát. Fyrir áttu þau eldri bát, JÓN SVEINSSON sömu tegundar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.