Hvammsvík, paradís skemmtibátasiglingafólks.

Aðstaða Snarfara í Hvammsvík

Á þessari mynd má sjá aðstöðu sem félagsmenn í Snarfara hafa komið sér upp í Hvammsvík. Á flotbryggjunni er rafmagn og rennandi vatn. Myndin er tekin síðastliðið sumar á fjölskylduhátíð sem Snarfari heldu síðari hluta júlí, ár hvert. Hátíðina í sumar sóttu um hundrað mans á 25 bátum.  Komið var upp aðstöðu með rafmagni fyrir ofan bryggjuna, fyrir þá sem vildu gista í felli eða hjólhýsum. Vegna þeirrar aðstöðu var nokkuð um að stórfjölskyldan kom á hátíðina. Leiktækjum var komið upp, fyrir börnin.

Morgun í Hvammsvík

Morgun í Hvammsvík.

Fátt er friðsælla en taka morguninn um sjö leitið og njóta kyrrðarinnar meðan maður rennir niður hafragrautnum.

Sigling í Hvalfirði.

Stýrimaðurinn og mamma slaka á, á siglingunni út Hvalfjörðinn á heimleið.

Hvammsvík 045

Óli Július ( Sverrir ) kom í heimsókn og var búinn að missa tönn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband