Bátasport er orðið að heilsárssporti.

Vetrarríki í Snarfara.Það er kuldalegt um að líta við höfnina í Snarfara þessa dagana.

Nú færist það í vöxt að menn séu með bátana á floti allt árið. Enda geta komið frábærir dagar til siglinga á veturna. Flestir bátana eru með góða upphitun, þannig að það er heitt og notalegt um borð, þó að kalt sé úti.

Við erum að hugsa um að hafa GOLU á floti næsta vetur.

Það fer að skorta bæði fugl og fisk á heimilinu, þannig að við verðum að setja á flot fljótlega. En GOLA er í húsi núna, svo að við tímum varla að taka hana út fyrr en tíðin skánar aðeins.

JÓN MAGNÚS ex. GOLAHér er JÓN MAGNÚS ex. GOLA, gamli báturinn minn. Ég keypti bátinn 1999 af Jóni Helga, oft kenndan við Bykó. Jón fékk hann nýjan 1987, báturinn hét ÖRK hjá Jóni. Ég seldi Jóni Jónssyni bátinn vorið 2006 og skýrði hann bátinn JÓN MAGNÚS.

Ég ferðaðist mikið á þessum bát, hér í Faxaflóanum, Breiðafirði, alla vestfirði, Ísafjarðardjúp, Jökulfirði og víkurnar norður að Horni. 

GOLA er hörku fínn sjóbátur, en gat verið hrekkjótt á lensi, ef ekki var borin full virðing fyrir því að lens er hennar veikleiki.

Mín reynsla er sú, að það er alveg sama hvað báturinn er góður, allir eiga þeir sína veiku hlið.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband