20.3.2008 | 10:01
Að ýmsu þarf að hyggja í Hvammsvík fyrir sumarið.
Hér erum við félagarnir að skála fyrir því þegar við höfðum lokið við að tengja vatn og rafmagn á bryggjuna, í fyrra sumar.
Við fórum í gær til að taka saman efni sem þarf að fara með þegar bryggjan verður standsett og sett á flot. Það þarf að styrkja festingar, skipta um keðjur sem bryggjan er fest með og færa lagnirnar undir dekkið, setja fendera á báðar hliðar og á hornin að framan.
Síðan ætlum við að gera ráðstafanir til þess að auðvelt sé að komast í rafmagn á flötinni fyrir ofan bryggjuna. Margir eiga minni báta, sem ekki er hægt að gista í með alla fjölskylduna. Þeir geta nú verið í Hvammsvík á bátnum og notið þess að sigla um Hvalfjörð, en haft gistaðstöðu með rafmagni og rennandi vatni á flötinni fyrir ofan bryggjuna. það er von okkar að sem flestir Snarfarafélagar nýti sér þessa aðstöðu í sumar.
Þarna horfum við yfir víkina í átt að Hvammshöfða. Þar ætlum við að setja út fleka, líkan þeim sem Snarfari er með á Þerneyjarsundi. Síðan setjum niður þarna niður þrjú örugg ból til að liggja við.
Hann á það til að rjúka upp með austan átt, ef hún er hvöss er óliggjandi við bryggjuna. Þá er gott að geta farið að flekanum, eða á bólin. Þar er nokkuð gott skjól fyrir austan áttum. Þessar rokur standa sjaldnast lengi.
Hvammsvíkurnefnd lofar þarna betri aðstöðu en nokkurn tíma hefur verið. við ráðum ekki alveg við veðrið, en erum að vinna í málinu. Við lumum á nokkrum góðum ráðum varðandi veðrið, en þau gefum við aðeins á staðnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.