21.3.2008 | 21:40
Allur matur úr sjó er lostæti.
Í kvöld borðum við svartfugl. Þó ég segi sjálfur frá og sé ekki vanur að hæla mér, er ég snillingur í að elda allt sjókjöt.
Nú marineraði ég fuglinn í sólarhring í karry, pipar, salt og olíu. það er best að vera nokkuð frakkur, bara loka augunum og láta kryddið vaða. Ég er ekki lærður kokkur, er norður Þingeyingur, montið hjálpar.
Snögg steikið fuglinn á pönnu og sjóða í einn tíma, til einn og hálfan.
Gera sósu af soðinu, aðeins að "dassa" með karry, rjóma og rabbarasultu. Þessu er ekki hægt að klúðra. Kartöflurnar voru forsoðnað, mjög létt, síðan hitaða á pönnu í olíu, með einhverju stöffi sem hendi var næst. Ég hafði, smá hvítlauk, sítrónupipar, eitthvað annað sem ég man ekki hvað var, en lyktin af því var góð.
Ég smakka aldrei það sem ég er að elda, treysti á lyktarskynið. Þegar ég svindla á því, bið ég konuna að smakka. Hún er betri kokkur en ég, mjög kurteis þessi elska.
Á okkar heimili borðum við festar helgar mat úr sjónum, ýmist skotið, eða veitt á færi. Frá Önundi Kristjánssyni frændi mínum á Raufarhöfn höfum við fengið stöku sinnum höfrung sem hann fær í net. Höfrungur er eitt það besta sem fæst úr sjó.
Þeir sem eru ekki vanir svartfugli, eða kunna ekki við "sjóbragði" bendi ég á að reyna að verða sér úti um "netafugl". Fuglinn kemur í netin þegar verið er að leggja. Þegar hann kemur niður á dýpið "blóðspringur hann inn". Blóðið fer úr kjötinu, í innyflin. Þessi fugl er ekki eins bragðsterkur og að sjálfu leiðir ekki jafn góður fyrir lengra komna. Við skjótum okkar fugl. Nema hvað.
Sætubragð er mjög gott í matseldina. Til dæmis að nota sultu í marineringu og sósu. Að sjálfsögðu eru þá hafðar með sykurhúðaðar kartöflur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.