Réttindi skipstjóra á skemmtibátum og haffæri bátana.

Loksins er það komið á hreint varðandi réttindi skipstjóra skemmtibáta. það hefur því miður verið á reiki. Siglingastofnum hefur sagt að ekki þurfi réttindi, en Landhelgisgæslan hefur krafist réttinda. þetta hefur skapað óvissu varðandi tryggingar. Tryggingafélögin hafa krafist þess að skemmtibátur sem eru tryggðir hafi haffæri og skipstjórinn hafi "tilskilinn réttindi", sem engin vissi hver voru.

Frá síðustu áramótum má engin vera skipstjóri á skemmtibát 6 m. eða lengri, nema hann hafi í það minnsta réttindi til að mega stjórna skemmtibát. Sömu réttinda er krafist á bát styttri en 6 m. ef vélin er stærri en 55 kW. Allri óvissu hefur því verið eitt. Nú eiga allir að geta verið með sitt á hreinu varðandi réttindi.

Annað hagsmunamál skemmtibátaeigenda hefur verið lagað. Nú eru komnar sér reglur varðandi útbúnað skemmtibáta til að þeir fái haffæri. Áður giltu sömu reglur og gilda um fiskibáta, eða trillur. Til viðbótar við það að reglur hafa verið rýmkaðar önnumst við nú sjálfir skoðunina, það eitt sparar okkur rúm tuttugu þúsund á ári. fjórða hvert ár á skoðunarstofa að annast skoðunina.

Útbúin hafa verði sérstök skoðunarblöð sem á að fylla út og senda Siglingastofnun, sem gefur þá út haffæri fyrir viðkomandi bát.  Auðvitað er þetta ekki fullkomið, en þar sem komnar eru sér reglur fyrir skemmtibáta ætti að vera auðveldara að sníða af galla.

Samkvæmt reglunum eiga skemmtibátar að vera búnir föstu slökkvikerfi. En ég get ekki séð að þeir eigi að vera búnir brunaviðvörunarkerfi, eða sjóaðvörun. Þetta hljóta að vera mistök.

Ég gef ekkert fyrir þetta vesen sem krafist er varðandi stillingu á kompás. Þessir kompásar eru yfirleitt ekki stilltir, heldur búin til leiðréttingartafla. Flestir bátar eru búnir G.P.S. tæki, í honum er áttarviti.  Flestir bera þetta saman á siglingu og vita nokkurn veginn hvað segulkompásinn er réttur. Planandi báta "svansa" líka það mikið á stefnunni, að skekkja í kompás upp á eitt strik breytir þar litlu. þeir bátar sem eru með haffæri til strand og úthafsiglinga eiga þar að auki að hafa miðunarkompás, gamla skátann. Menn ættu því að geta bjargað sér til lands, kunni þeir að nota kort og kompás.

Nú finnst mér, þegar óvissuþáttum varðandi réttindamál hefur verið eytt, að klúbburinn okkar Snarfari eigi að gera þá kröfu að ekki séu aðrir bátar með hafnaraðstöðu hjá okkur en þeir sem eru með haffæri, tryggingar í lagi og ekki stjórni aðrir bátnum í höfninni en sá sem hefur til þess réttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg hjá þér varðandi þessi mál.Mér finnst það sjálfsagður hlutur að allir sem eru í Snarfarahöfn ættu að vera tryggðir. Gott að loks eru komnar reglur fyrir skemmtibáta,þó eflaust mætti laga eitthvað af þeim, en orð eru til alls fyrst.

Stefnir í góða síðu hjá þér. Haltu áfram

Þorsteinn Garðarsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 20:12

2 Smámynd: GOLA RE 945

Þakka þér fyrir Steini, til hamingju með það að vera fyrstur til að skrifa athugasemd á síðuna mína. 

Eins og við munum lenti ég í því að báturinn minn var skemmdur í höfninni. Sá sem keyrði á reif svo bara kjaft þegar hann fékk rukkun fyrir viðgerðinni. Þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt, í vitna viðurvist, að hafa skemmt Golu. Hann hefði trúlega hagað sér öðruvísi hefði hann verið með tryggingu.

Vonandi skrifa sem flestir sem hafa skoðun á málinu athugasemdir hér á síðuna, þá ekki síst þeir sem eru mér ekki sammála.

GOLA RE 945, 25.3.2008 kl. 09:02

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er skemmtileg síða, mikið af fallegum myndum, til hamingju með þetta.

(Fallegur báturinn ykkar)....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2008 kl. 14:43

4 Smámynd: GOLA RE 945

Þakka þér fyrir það Hafsteinn, velkominn á síðunna. Vonandi tekst að halda henni vel lifandi með myndum og öðru efni þegar fer að vora meira og lifna yfir bátasportinu.

GOLA RE 945, 25.3.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband