8.4.2008 | 20:33
GOLA RE 945 fer á flot föstudag.
GOLA, HALLA og NEISTI fara á flot á föstudag. Bátarnir hafa verið í Höll hins himneska friðar í vetur. Þar höfum við unnið að ýmsum endurbótum.
Steini skipti ekki um vél í JÓNI SVEINSSYNI þennan vetur. Hann skipti um bát og skýrði hann NEISTA. Ýmsu hefur hann verði að breyta og bæta, eins og oftast þegar menn skipta um bát. NEISTI er eins bátur og JÓN SVEINSSON, en 11 árum yngri.
HALLA kom ný 2006 þannig að Óli hefur lítið þurft að gera, annað en þrífa, bóna og minniháttar lagfæringar.
Þetta er annar veturinn sem við eigum GOLU. Það er eitt og annað sem var lagað í vetur. Skipt um björgunarbát og slökkvikerfi, sett niður ljósavél, skipt um gólfteppi í vistarverum og eitt og annað.
Ég sett með myndir frá sjósetningu á GOLU í fyrra, sem var í fyrsta sinn sem hún var sjósett með því nafni og í okkar eigu. Báturinn hét áður STEINUNN og var í eigu Jóns Víglundssonar.
Það er svolítið þröngt að komast út um hurðina á Höll hins himneska friðar.
Nú er ekkert að vanbúnaði, að renna henni í sjóinn.
Skipstjórinn er nokkuð ánægður með sig, enda að norðan. Frá Raufarhöfn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.