Vorið er komið.

Gáttin opnast á Höllinni.Biðin hefur verið nokkuð löng eftir því að þessi hurð opnaðist. Við settum á flot í gærkvöldi.

 

 

 

 

 

 

Gola tilbúin að fara á flot 2008GOLA fór fyrst út, enda var hún við hurðina.

 

 

 

 

 

 

 

Steini leggur á ráðin við Óla.Hér leggja þeir Steini og Óli á ráðin hvernig best sé að standa að því að færa næsta bát til hliðar. Það mætti halda að sé verið að gera þetta í fyrsta sinn.

 

 

 

 

 

HALLA og NEISTI.HALLA og NEISTI

 

 

 

 

 

 

 

GOLA og NEISTI.GOLA og NEISTI við þjónustubryggjuna, HALLA komin í sitt pláss.

 

 

 

 

 

 

LILJALILJA Glæsilegur bátur sem kom nýr í fyrra.

Við settum SELJABLIKA líka niður, en Grétar var svo snöggur í burtu með bátinn, að ég náði ekki mynd af honum.

 

 

 

 

 

Tækin í stýrishúsinu.Nú er bara eftir að athuga hvort allt virka rétt. Ég renndi lauslega yfir það í gærkveldi. Það sem ég er búinn að prófa virðist í lagi, nema annar G.P.S inn. Hann er eitthvað daufur, það kemur betur í ljós í dag.

Ef stýrimaðurinn verður búinn að jafna sig á veikindum förum við eitthvað á eftir og komum heim á morgun. Annars fer ég á svartfugl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur flott hjá þér félagi

kveðja

Steini

Steini (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 07:41

2 identicon

Glæsilegt hjá þér Árni, verður gaman að fylgjast með hérna í sumar.
Kveðja
Pétur

Pétur (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: GOLA RE 945

Takk fyrir þetta félagar. Vonandi tekst vel til, þannig að sem flestir hafi ánægju af.

GOLA RE 945, 13.4.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband