Ekki var siglt um helgina.

Ég fór ekki á svarfugl um helgina. Hann hékk í NA strekkingi fram eftir laugardeginum. Konan var enn slöpp eftir flensuna, þannig að við fórum ekki á sjó. Heima á Raufarhöfn hefði veið sagt að hún væri tussuleg, en það segir maður ekki á blogginu.

Bátur í minni Dýrafjarðar.Þessum bát sigldum við framhjá út af Dýrafirði í fyrra sumar og tókum þessa mynd. Þrem tímum síðar var báturinn sigldur niður af hraðfiskibát.

Ég hef verið með í því að sigla niður bát. Báturinn, sem var 11 tonna Bátalónsbátur sökk á innan við tveim mínútum. það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvernig okkur  leið meðan við vorum að tína mannskapinn upp úr sjónum. En sem betur fer slasaðist enginn.

 

 

 

Þar sem Jökulinn ber við himinn.Þar sem jökulinn ber við himinn, hættir landið að vera til, og jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki neinar sorgir, þess vegna er gleði ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu. H.K.L.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband