20.4.2008 | 18:09
Á hafnasvæði verður allur rafbúnaður að vera vatnsþéttur.
Í Snarfarahöfn hafa orðið tæringarskemmdir vegna lélega rafmagnssnúra hjá bátaeigendum. Hefur tónið á einstökum bátum numið frá tugum þúsunda, upp í hundruði þúsunda. Nokkuð dýr trassaskapur það. þetta væri svo sem í lagi ef enginn annar en sá sem veldur útleiðslunni yrði fyrir tjóni. Hann getur sloppi, en næsti eða jafn vel þar næsti bátur orðið fyrir tæringu. Rafmagnið fer auðveldustu leiðina, það er að segja finnur skrúfu sem er með bestu leiðnina og vinnur sitt skemmdarverk hljóðlega.
Snúrurnar eiga alls ekki að liggja í sjónum. Ef snúran liggur í sjónum fer með tímanum raki inn í hana og hún fer að leiða út. Klær og hulsur eiga að vera vatnsheldar og það á ekki að nota plastsnúrur, eða annan búnað sem eru ætlað fyrir notkun inni.
Fyrir utan tjónið sem þessi lélegi búnaður veldur, getur hann stein drepið. Mín skoðun er sú að þeim sem eru ekki með búnað sem uppfyllir reglugerð um raflagnir á hafnarsvæðum á að segja upp rafmagnssamningi, án viðvörunar. Það er ekki spurning um hvort verður slys af þessu snúrudrasli, heldur hvenær og hversu alvarlegt.
Þessar snúrur eru fínar til að nota inni, eins og þær eru ætlaðar til, en eiga ekkert erindi á bryggju.
Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég sé þetta fjöltengi á bryggjunni, er að eigandi þess sé orðinn þreyttur á lífinu.
Svona á þetta að vera. Snúrur, klær og fjöltengi ætlað fyrir hafnarsvæði. Þetta er til fyrirmyndar, enda er F.P.F. með þennan tengil.
Athugasemdir
Orð í tíma töluð, gott að menn eru að taka á þessum málum áður en slis hlízt af.
Steini garðars (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 20:21
Já Steini. Vonandi gera hafnarstjóri og bryggjuformenn eitthvað í málinu.
Það þarf líka að benda mönnum á að taka snúrurnar með sér þegar þeir fara á sjó, en ekki skilja þær eftir í sambandi á bryggjunni. Eins og til dæmis fjöltengið sem liggur eins og vatnslaus undlaug. Það þarf ekki annað en gera rigningarskúr, þá er sundlaugin full og bryggjan útslegin. Ef einhver rekur tærnar í yfirgefnar snúrur, þá fara þær í sjóinn og skapa stór hættu.
GOLA RE 945, 21.4.2008 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.