Við Hallgerður vorum á sjó um helgina.

Slappað af í blíðunni.Þegar við fórum rétt fyrir kvöldmat á föstudag voru þessir félagar eitthvað að brasa á bryggjunni, en gáfu sér tíma til að gæða sér á hákarli og öli. Ekki er stressinu fyrir að fara þarna.

 

 

 

 

 

Óli og Halla að fara um borðÓli og Halla voru í Þerney, höfðu ný lokið við að borða grillmat þegar við komum. Þau fóru í land um kvöldið. Við vorum þar um nóttina. Í góðu veðri geta morgnarnir á Þerneyjarsundi verði ólýsanlega fallegir.

Snarfari er með fleka á Þerneyjarsundi. Það er hægt að vera með báta við fjórar hliðar. Á flekanum eru borð, bekkir og grill. Þessi aðstaða er mikið notuð af Snarfara félögum og öðru bátafólki.

Á laugardaginn fórum við út á Flóa í renni blíðu. Því miður bilaði myndavélin á laugardags morgun, þannig að við eigum ekki myndir úr túrnum.

Við veiddum nokkra fiska, en annars láum við mest í leti á dekkinu og létum reka. Það var mikið af hval fyrir utan Gróttu. Enda var þar vaðandi síli og mikið af lóðningum niður við botn. Hallgerði leist ekki meira en svo á þegar hvalirnir voru að blása 20 metra frá bátnum. En áttaði sig svo á því að hvölunum var jafn illa við það og okkur að þeir rækjust í bátinn.

Um kl. 18:00 komum við í Reykjavíkurhöfn. Í kvöldmat var einn af fiskunum sem við veiddum. Snöggsteiktur á pönnu, síðan látinn malla í rjóma með papriku og tómötum í nokkrar mínútur. Það verður ekki mikið betra.

Hvalaskoðunarbátarnir eru byrjaðir, það er því nokkuð líf við höfnina. Á góðum degi er mjög gaman að vera þarna, iðandi mannlíf.

Við sigldum í Snarfarahöfn um hádegið, enn var sama blíðan. Svo er bara að vona að gefi um næstu helgi.

Í fyrramálið keyri ég til höfuðstaðar Íslands, Raufarhafnar og verð þar fram á föstudag.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langaði bara ð kvitta fyrir mig.. hlakka til að fá að fara smá ferð með Golunni í sumar.

Gleðilegt sumar

Knús

Músa

Músan (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: GOLA RE 945

Gleðilegt sumar. Ég var að koma frá Ríben áðan. Þér verðu boðið í ferð út á sundin í sumar.

GOLA RE 945, 25.4.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband