Vinnudagur í Snarfara.

Þessi staur var í stæðinu hjá Neista.Staurinn var í stæðinu hjá Neista og hefur verið þar síðan síðastliðið sumar. Við Steini mættum í morgun um kl. 09.00. og ætluðum að vera snöggir að færa staurinn og fara síðan að vinna að því að ganga frá nýrri C. bryggju.

Verkið tók lengri tíma en við héldum. Það þurfti að breyta bæði raf og vatnslögnum. Við komum því ekkert að liði við önnur verkefni.

En svona er þetta bara, ekki hægt að gera allt í einu.

 

 

 Unnið við útleggjara.

Hér sjáum við Sigtrygg ásamt fleirum sem voru að vinna við að standsetja nýja C. bryggju. Aðspurðir átti einn í hópnum pláss við þessa bryggju.

þrátt fyrir það er fullt að fólki sem bíður eftir því að bryggjan verði klár, til að þeir geti komið sínum bát niður. Hvað er í gangi hjá ykkur, af hverju hjálpið þið ekki til? Í Snarfara er engin önnur þjónusta en sú sem félagarnir veita í sjálfboðavinnu.  

Það virðist sem tími sjálfboðavinnu í Snarfara sé liðinn. Trúlega er það svo víðar. Öll vinna lendir á fáum, sérstaklega á stjórnarmönnum á hverjum tíma. Auðvitað er það þannig að aðstæður geta verið misjafnar hjá mönnum, en það eru allt of margir félagsmenn sem aldrei lyfta hendi í þágu félagsins.

Mín skoðun er sú að Snarfari ætti að ráða mann í heilt starf allt árið, honum til aðstoðar verði sumarstarfsmaður, líkt og nú er. 

hér er verið að hífa niður skútu.Hér er verið að setja skútu á flot, fallegur bátur. Það eru mjög fallegar línur í mörgum af skútunum.

Forfeðurnir áttu ekki annarra kosta völ, en reka um höfin á tusku. Strákar! Tileinkið ykkur nútímann.

 

 

 

 

 

Sæþota.Á myndinni er sæþota. Ég er alveg klár á því að á þessum græjum er æðislega gaman að leika sér. Þoturnar eiga að geta verið skemmtileg viðbót í bátasportið.

En því því miður fara margir sem þessu sigla sjaldnast eftir neinu siglingareglum. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þeir kunna þær ekki, eða halda að þær eigi ekki við. Það væri þá svipað og ef umferðarreglur giltu bara fyrir bíla, en ekki fyrir mótorhjól. 

Skipstjóri skemmtibátsbáts sem er styttri en 6 m. en með stærri vél en 55 kW. þarf að hafa í það minnsta réttindi til að sigla skemmtibát. Hvað með sæþoturnar ? Þar eru vélarnar frá 120 kW. og stærri. Hraðinn getur verið yfir 60 m. eða yfir 100 km/kl. Ég held að flestir geti skilið það að engum er vel við það þegar verið að skjótast fram hjá bátnum á þessari ferð og stundum bara 10 m. á milli.

Hvammsvík 29.07.07 004Vonandi getum við sett Hvammsvíkurbryggjuna niður í vikunni. 

Ég hvet alla til að notfæra sér þessa frábæru aðstöðu í sumar. Þeir sem ekki gista í bátunum geta notað tjaldstæðið við bryggjuna. Þar er rafmagn og rennandi vatn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband